Bláa spjaldið og sex sendingar | Nýjar reglur í handbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 12:13 Tveggja mínútna brottvísunin verður óbreytt í handboltareglunum. Vísir/Getty Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sjá meira