Hvetjum Lindu Pétursdóttur til forsetaframboðs Sigurður Ingólfsson skrifar 18. mars 2016 10:05 Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú eru forsetakosningar á næsta leiti og sýnist sitt hverjum um hæfi þeirra sem lýst hafa yfir framboði sínu til þessa virðulega embættis. Efalaust hugsa margir ennþá sitt ráð og fólk spjallar sín á milli um hverjir komi helst til greina. Mjög mikilvægt er að vel takist til með að fá góða frambjóðendur sem hafa þá eiginleika og getu, sem þarf til að taka við embættinu. Það er án efa mikilvægt að þjóðin skipi sér ekki í pólitískar fylkingar um frambjóðendur í kosningunum. Þá er sú hætta fyrir hendi að fylking, sem bíður lægri hlut, verði ekki mönnum sinnandi eftir að þeirra pólitíski andstæðingur næði kosningu til forseta. Þeir sem eru í stjórnmálum verða að hlýta því að fólk greinir ekki svo vel á milli skoðana fólks og persónanna sjálfra. Margir hafa hvatt Lindu Pétursdóttur athafnakonu til margra ára í framboð og er ég þeirra á meðal. Einfaldlega vegna þess að ég sé ekki fyrir mér annan betri frambjóðanda. Verð að játa að ég hef ekki hitt hana nema af tilviljun en allir Íslendingar þekkja “ Lindu Pé. “ Hún varð landsþekkt 18 ára gömul, eftir að hafa verið kjörin ungfrú Ísland og hefur deilt með okkur gleði sinni og sorgum, aðallega þó gleði, í viðtölum í fjölmiðlum allt frá því að hún bar sigur úr bítum í keppni um alheimsfegurð. Síðan þá hefur hún gert ótalmargt annað gott, sem eftir hefur verið tekið. Ein skýrasta mynd lýðræðisins er að við getum öll hvatt þann einstakling sem við teljum hæfastan til framboðs forseta. Síðan er það þjóðarinnar að ákveða hvern hún kýs til að gegna embættinu í komandi kosningum. Hvetjum Lindu til framboðs og ef hún nær kjöri verður hún glæsilegur forseti og fulltrúi landsins okkar, hvort sem er hér heima á Bessastöðum eða úti í hinum stóra heimi.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar