Þar til dauðinn aðskilur Lára V. Júlíusdóttir skrifar 11. mars 2016 07:00 Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Lára V. Júlíusdóttir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum leitaði til mín ungur maður frá Lettlandi vegna skilnaðarmáls. Hann hafði komið til Íslands með rússneskum kærasta sínum síðla árs 2011 og þeir látið gifta sig hjá Sýslumanninum í Reykjavík. Nýbúið var að heimila samkynhneigðu fólki að ganga hér í hjúskap og síðan hefur orðið æ vinsælla hjá hinsegin fólki, eins og það kallar sig, að koma til Íslands í þessum tilgangi. Svo framarlega sem einstaklingar mæta hér með tilskilin vottorð vegna hjónavígsluskilyrða eru þeir gefnir hér saman. Nú vildi þessi ungi maður hins vegar skilja við maka sinn. Í heimalöndum þeirra var hjónaband samkynhneigðs fólks ekki viðurkennt og því ekki mögulegt fyrir þá að fá þar skilnað. Þess vegna leitaði hann til Íslands, enda hafði giftingin átt sér stað hér. Að athuguðu máli komu í ljós annmarkar. Hjúskaparlög gera ekki ráð fyrir því að erlendir ríkisborgarar fái hér skilnað. Þó geta þeir erlendu ríkisborgarar sem hafa skráð sig í samvist hér á landi leitað með mál vegna samvistarslita fyrir dómstóla.Ekkert heyrt frá ráðuneytinu Þar sem svo virtist sem gleymst hefði að setja ákvæði um skilnað samkynhneigðra í hjúskaparlögin þegar þeim var breytt fór ég af stað haustið 2013, sendi erindi til innanríkisráðuneytisins og alþingismanna og ræddi líka við formann nefndarinnar sem kom að málinu. Ég hef ekkert heyrt frá ráðuneytinu vegna málsins og einn þingmaður hafði samband og virtist hafa áhuga á málinu. Formaður velferðarnefndar alþingis hafði góð orð um að kanna þetta. Ég veit ekki hvað hefur svo gerst á þeim vettvangi. Umbj. minn í Lettlandi hafði aftur samband sumarið 2015, og hann og maki hans vildu nú báðir láta reyna á það hjá viðkomandi yfirvöldum hvort þeim yrði í raun synjað um skilnaðinn. Í þeirri von að sýslumaður myndi fallast á beiðni um útgáfu skilnaðarleyfis með vísan til lögjöfnunar, mannréttindasjónarmiða eða eðlis máls var leitað til embættisins og skilnaðar óskað. Því erindi var hafnað með snyrtilegu bréfi og vísað í lagabókstafinn. Þá var dómstólaleiðin ein eftir. Málinu var stefnt inn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur nú í haust sem vísaði málinu frá. Hæstiréttur staðfesti svo úrskurð héraðsdóms með dómi sínum 8. mars 2016. Rökstuðningurinn: Málsaðilar eru erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér á landi. Þeir falla ekki undir lögsögu íslenskra dómstóla í hjúskaparmálum og ekki verður byggt á undantekningarreglu hjúskaparlaganna um staðfesta samvist. Sem sagt, þessir ágætu ungu menn, sem gengu hér í hjónaband í desember 2011, fá ekki skilnað. Ekki heima hjá sér og ekki á Íslandi, þar sem þeir þó giftu sig. Alþjóðlegur einkamálaréttur gerir ráð fyrir því að fólk leiti skilnaðar í því landi þar sem það býr eða því landi þar sem það á ríkisfang. Flest lönd Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku viðurkenna nú rétt samkynhneigðra til að gifta sig. Þess vegna kann að vera að svona mál séu fremur sjaldgæf. Því má velta fyrir sér hvaða þýðingu það hafi fyrir mennina að fá ekki skilnað. Kannski ekki mikla, lagalega séð. Það má hugsa sér að annar þessara manna óski eftir að gifta sig að nýju einstaklingi frá landi þar sem réttur samkynhneigðra til hjúskapar er viðurkenndur. Þá fæst það ekki, því hann hefur ekki fengið skilnað og tvíkvæni er almennt ekki viðurkennt á Vesturlöndum. Fólk giftir sig þó ekki fyrst og fremst í lagalegum tilgangi. Þar ráða tilfinningar mestu. Sama gildir um skilnað. Á meðan löggjöf hér er ekki breytt verður þessi umbjóðandi minn að sætta sig við að vera í hjúskap. Eða eins og prestarnir segja, þar til dauðinn aðskilur.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun