Ætlaði að skutla foreldrunum út á flugvöll þegar sprengjan sprakk Bjarki Ármannsson skrifar 22. mars 2016 13:01 „Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
„Andrúmsloftið hér í borginni er mjög sérstakt,“ sagði Þorfinnur Ómarsson, fréttaritari 365 í Brussel, í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu vegna hryðjuverkaárásanna í Brussel í morgun. Sem kunnugt er, var sprengjuárás gerð á Zaventem-flugvellinum og í lest nærri Maelbeek-lestarstöðinni á áttunda tímanum. Staðfest er að 26 eru látnir en óttast er að sú tala gæti hækkað. Stöð 2 náði tali af Þorfinni þar sem hann var staddur við höfuðstöðvar Evrópusambandsins við Schumann-torgið, ekki langt frá Maelbeek-stöðinni. „Fyrir ofan mig er þyrla á sveimi,“ segir Þorfinnur. „Allt er lamað hér, öll samgöngukerfi, og fólki er bara ráðlagt að halda sig heima og taka því rólega.“ Þorfinnur var sjálfur á leið á flugvöllinn í dag áður en hann frétti af sprengingunum en foreldrar hans, þau Ómar Ragnarsson og Helga Jóhannsdóttir, voru á leið heim til Íslands eftir heimsókn til Brussel. „Þau áttu semsagt að fljúga heim með flugvél Icelandair, sem kom aldrei, þannig að það fer nú bara vel um foreldra mína heima, og kettina,“ segir Þorfinnur. Í Brussel eru fleiri sendiráð en nokkurs staðar annars staðar í heiminum og alla jafna mikil öryggisgæsla. Þorfinnur segist telja að gæslan muni aukast enn frekar í kjölfar þessara árása. „Það kemur nokkuð á óvart, og það er nokkuð bakslag í baráttunni gegn þessum öflum, að það er nýbúið að ná Salah Adbeslam á föstudaginn var,“ bendir Þorfinnur á. „Þannig að það bjóst eiginlega enginn við því að þeir gerðu þetta strax núna. Síðan hefur öryggisgæsla verið hækkuð í hæsta stig og það er erfitt að segja hvort hún muni nokkuð verða lækkuð á næstunni.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31 Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21 Öryggisgæsla aukin um Evrópu 1.600 lögreglumönnum verður dreift um Frakkland. 22. mars 2016 10:46 Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52 Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Fleiri fréttir Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Sjá meira
Sprengingar á flugvelli og lestarstöð í Brussel Samgöngukerfi borgarinnar hefur verið lokað og viðbúnaður settur í hæsta stig. 22. mars 2016 07:31
Nota árásirnar sem rök fyrir Brexit Nigel Farage er meðal stjórnmálamanna sem hafa mætt mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um árásirnar í Brussel. 22. mars 2016 12:21
Aukafréttatími Stöðvar 2 klukkan tólf 26 eru taldir af eftir að minnsta kosti þrjár sprengingar urðu í Brussel, höfuðborg Belgíu, í morgun. 22. mars 2016 09:52
Gunnar Bragi biður Íslendinga í Brussel að hafa samband heim Minnst þrettán eru látnir eftir sprengjuárásir sem gerðar voru á borgina í morgun. 22. mars 2016 09:57
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði