Skattaskjól Árni Páll Árnason skrifar 21. mars 2016 00:00 Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun