Skattaskjól Árni Páll Árnason skrifar 21. mars 2016 00:00 Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Á Alþingi höfum við rætt hvernig hægt sé að takast á við þann vanda að efnaðir einstaklingar taka ekki þátt í að reka samfélagið og flytja tekjur sínar í skattaskjól. Það er sannarlega óeðlilegt að tekjur sem verða til á Íslandi í viðskiptum milli innlendra aðila séu fluttar til útlanda og þar með undan sameiginlegum sjóðum okkar. Þetta var viðvarandi vandamál fyrir hrun. Nú þarf að huga að framtíðinni.Hver greiðir velferðina? Þessi þróun er ekki einsdæmi á Íslandi, hún á sér hliðstæður um allan heim. Það hefur verið baráttumál jafnaðarmanna um alla Evrópu að skera upp herör gegn skattaskjólum. Ástæðan fyrir því er augljós. Ef fé þeirra best stæðu fer í skattaskjól leggjast byrðarnar af velferðarþjónustunni allar á millistéttina og hinir ríkustu sleppa við að leggja af mörkum til hinnar sameiginlegu þjónustu eins og þeir ættu að gera. Skattaskjól auka þannig muninn milli þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða sífellt ríkari, því þeir eiga eignir sem skattleggjast með mildari hætti en í heimaríkinu og við hin sitjum uppi með sífellt hærri reikning fyrir þá velferðarþjónustu sem allir njóta – líka þeir ríku. Það er nauðsynlegt að mínu viti að þau verðmæti sem verða til á Íslandi séu skattlögð á Íslandi og við verðum að búa okkur undir það að leikurinn haldi áfram ef létt verður á gjaldeyrishöftum. Hvernig ætlum við að koma í veg fyrir að þeir sem hagnast núna í samfélaginu með stórfelldum hætti fylgi fordæmi hinna frá því fyrir hrun og flytji arðinn allan til Tortóla?Samfélagssáttmálinn Alþjóðleg samvinna er besta leiðin til þess að tryggja gagnsæi, en við verðum samt að hugsa hvaða hvatir hafi legið að baki þegar þeir sem auðguðust á viðskiptum fluttu hagnaðinn úr landi. Hvað réð því? Það er spurningin sem við þurfum að leita svara við. Hvatarnir voru lægri skattar, en líka meiri leynd yfir fjárfestingum og viðskiptaháttum. Íslensk skattalög voru hert 2010 til að koma í veg fyrir skattalegt hagræði af svona tilfæringum. Eftir stendur samt að sumir hafa haldið eignum í skattaskjólum leyndum og greiða því enga skatta af þeim. Við þurfum þess vegna að vera sífellt á varðbergi og tryggja að lög og alþjóðlegar reglur tryggi gagnsæi og réttlæti. Það er ekkert sem kallar á að gefa þeim sem hafa nýtt sér skattaskjólin einhvern forgang á almenna borgara. Efnaðasta fólk landsins á ekki að eiga aðra og betri möguleika en við hin. Við eigum það til að taka þennan hóp út fyrir sviga og sætta okkur við að önnur lögmál gildi um hann, eins og til dæmis í gjaldeyrismálum þar sem fjármálaráðherra hefur lagt til að þeir ríku geti valið sér gjaldmiðil en við hin sitjum uppi með krónuna. Það á ekki að vera í boði. Það á eitt að gilda um alla í þessu efni sem öðru. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun