Kári segist hafa komið óvart út úr skápnum | Talar um síðasta vígi samkynhneigðra á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2016 17:30 Kári Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu. Vísir/Ernir Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan. Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Hjörtur Hjartarson umsjónarmaður Akraborgarinnar reynir í þætti sinum að fjalla um íþróttir og málefni þeim tengdum sem er kannski ekki fjallað um á hverjum degi. Hjörtur tók fyrir samkynhneigða íþróttamenn á Íslandi í þætti sínum í dag. Það er lítið um það hjá samkynhneigðum íslenskum íþróttamönnum að þeir komi út úr skápnum og Hjörtur fékk til sín Kára Garðarsson, þjálfari Íslandsmeistara Gróttu í handbolta kvenna, til að ræða þetta málefni. Hjörtur nefnir í byrjun stutt viðtal sem var við Kára á Gay Iceland en þar var Kári einmitt að velta þessu fyrir sér. „Það er töluvert af samkynhneigðum stelpum sem hafa verið í þessum boltaíþróttum en það hefur verið minna karlamegin í boltagreinunum. Það skortir fyrst og fremst fyrirmyndir og ef maður horfir erlendis þá eru leikmenn að koma út úr skápnum þegar ferlinum lýkur. Þeir vilja ekki fórna sínum atvinnumannaferli eða auglýsingatekjum," sagði Kári. „Það er mikið verk að vinna þarna og sumir segja að þetta sé síðasta vígi samkynhneigðra í þessum boltagreinum karlamegin. Hvert vígið á fætur öðru hefur verið að falla og við Íslendingar eru nokkuð framarlega hvernig við högum okkar málum gegn samkynhneigðu fólki," segir Kári. „Þetta er eitthvað sem ég hef trú á eftir 20 til 30 ár að verði eitthvað sem við horfum til baka, kíkjum í baksýnisspegilinn og sjáum þetta sem aðra sviðsmynd. Það þarf að opna þessa umræðu og það þarf að svipta hulunni af þessu," sagði Kári. „Ég hef ekki upplifað fordóma gegn samkynhneigðum íþróttamönnum sjálfur en ég hef heyrt eitt eða tvö dæmi í kringum mig. Svo hafa aðrir, sem hafa komið út úr skápnum og eru í boltagreinum, sagt frá því í viðtölum að þeir hafi fundið fyrir fordómum bæði frá þjálfurum og forystumönnum í íþróttafélögum. Þau dæmi sanna það að það er greinilega eitthvað að gerast því miður. Ég vona bara að þetta eldist af okkur," sagði Kári. „Afi minn hafði ekki mikið álit á samkynhneigðu fólki og hélt langar ræður um hvað þetta væri mikið óeðli. Hann sagði mér þá sögu alltaf árlega en eftir að ég kom út úr skápnum og sagði afa mínum frá því að ég væri hommi þá kom hann að virðingu fram við mig. Svo dó hann bara með sínar skoðanir að það væri gríðarlegt óeðli að vera samkynhneigður. Ég hef þá trú að með tíð og tíma þá rjátlist þetta af fólki," sagði Kári.Kári talar við sínar stelpur í Gróttuliðinu.Vísir/VilhelmKári kom út úr skápnum 26 ára gamall en hvernig var það? „Það var mjög sérstakt og gerðu það eiginlega óvart. Ég missti þetta út við bróður minn. Ég spyr mig stundum af því að ef að ég hefði ekki misst þetta út úr mér við bróðir minn hvort ég væri enn að leika þetta leikrit. Þetta var mjög sérstakur tími því ég var bæði að spila og að þjálfa á þessum tíma. Ég var búinn að ákveða það að ég þyrfti að hætta í íþróttum ef ég myndi gera þetta," sagði Kári. „Ég ólst upp á Akureyri og fyrirmyndirnar voru ekki margar, hvað þá að það væri fyrirmynd í íþróttum sem maður gæti litið til. Ég var búinn að ákveða það að þetta yrðu endalokin en annað kom á daginn," sagði Kári en hvernig tóku liðsfélagarnir þessu? „Bara mjög vel. Það sýnir það og sannar að maður er með þokkalegt fólk í kringum sig. Ef að allir vinir og félagar hefðu snúið bakinu við mér þá hefði þetta ekki verið merkilegur pappír sem maður var að umgangast. Það gekk mjög vel og ég hef ekki séð eftir þessu síðan þá," sagði Kári. Það má finna allt viðtalið við Kára í spilaranum hér fyrir ofan.
Aðrar íþróttir Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira