Endurreisn fæðingarorlofsins Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 5. apríl 2016 07:00 Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um fæðingar- og foreldraorlof eru forsenda þess að hægt sé að kenna íslenskt samfélag og vinnumarkað við jafnrétti. Markmið laganna eru tvíþætt og þjóna hagsmunum barna og foreldra. Þau tryggja samvistir barna við foreldra sína í frumbernsku og þeim er ætlað að gera konum og körlum kleift að samræma fjölskyldulíf og þátttöku á vinnumarkaði. Nýverið skilaði nefnd um framtíðarskipan fæðingarorlofs niðurstöðu sinni til félags- og húsnæðismálaráðherra. Megintillögur nefndarinnar eru málamiðlun sem Bandalag háskólamanna styður í þeirri vissu að með henni séu stigin mikilvæg skref í þá átt að fæðingarorlofssjóður geti gegnt lögbundnu hlutverki sínu. En rétt er að gera grein fyrir athugasemdum sem fulltrúi BHM bókaði við niðurstöðu nefndarinnar.Jöfn skipting – hærri greiðslur Við þá tillögu nefndarinnar að 12 mánaða fæðingarorlof skiptist þannig að 2 mánuðir séu millifæranlegir á milli foreldra (5+5+2=12) gerir BHM þá athugasemd að markmiði laganna um að jafna stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði verði best náð með því að skipta fæðingarorlofinu jafnt á milli tveggja foreldra. Það hlýtur að vera langtímamarkmið löggjafans að svo verði, enda stuðlar það ekki að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði að mæður taki nær alltaf lengra orlof en feður. Vegna tillögu um hækkun hámarksgreiðslunnar í 600 þúsund krónur á mánuði vill BHM benda á að nær hefði verið að sú tala miðaðist við verðgildi hámarksgreiðslunnar fyrir hrun, sem í dag væri á bilinu 8-900 þúsund krónur. Þá skal bent á að þak á hámarksgreiðslur úr sjóðnum skekkir stöðu kynjanna á vinnumarkaði og vinnur gegn markmiðum laganna. BHM er hins vegar ljóst að samstaða hefði ekki náðst um svo mikla hækkun að svo stöddu.Fjármögnun með tryggingagjaldi Í 4. gr. laga 95/2000 segir: Fæðingarorlofssjóður skal fjármagnaður með tryggingagjaldi, sbr. lög um tryggingagjald, auk vaxta af innstæðufé sjóðsins. Einnig er kveðið á um að ráðherra skuli gæta þess að sjóðurinn hafi nægt laust fé til að standa við skuldbindingar sínar og leggja fjárhagsáætlun sjóðsins fram við gerð fjárlaga. Lögin eru skýr og aðlögun tryggingagjalds að breytingum á fæðingarorlofssjóði er ekki hægt að afgreiða sem einkamál félagsmálaráðherra og láta sem fyrirhugaðar breytingar séu ekki á ábyrgð ríkisstjórnarinnar í heild.Reynslan er góð Að lokum er vert að geta alþjóðlegrar rannsóknar á vegum WHO um heilsu og lífskjör barna í 42 löndum. Rannsóknin nær til 11, 13 og 15 ára gamalla barna. Hóps sem hefur notið hefur breytingarinnar sem varð þegar feður fengu sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Hvergi mælast tengsl barna við feður sína eins jákvæð og á Íslandi. Niðurstaða sem sýnir svo ekki verður um villst að jafnrétti er allra hagur.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun