Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 12:46 Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11
Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07