Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 5. maí 2016 09:00 Við vitum öll að börn eru frjó í hugsun, með fjörugt ímyndunarafl og skapandi í eðli sínu. En í kringum 10-14 ára aldur fara þau að vera meira hikandi við að tjá frumlega hugsun, rétta upp hendi í skólastofunni af ótta við að segja eitthvað rangt og fara að meta gildi hugmynda sinna út frá viðbrögðum bekkjafélaga og kennara. Þessa neikvæða tilhneiging eykst með árunum og leiðir til innbyggðrar hugsana skekkju sem hallar á skapandi hugsun (e. creativity bias) á vinnumarkaði og á efri skólastigum. Þetta er alvarlegt mál þar sem þörfin fyrir skapandi hugsun og úrlausn vandamála hefur sjaldan verið meiri. Rannsóknir á þessari skekkju í hugsun sýna hvernig innbyggður ótti okkar við hið óþekkta, - ótti okkar við nýjar hugmyndir, við að gera mistök, óttinn við nýja hugsun í stjórnmálum eða nýjar leiðir til lausna á samfélagslegum vandamálum, verður til þess að við veljum oft frekar að gera hlutina eins og þeir hafa verið gerðir í gegnum tíðina. Við teljum það öruggast. Við leysum hins vegar ekki vandamál með sömu hugsun eða verkfærum sem bjuggu þau til. Þess fyrir utan dregur það úr starfsorku og erindi einstaklinganna að fá ekki útrás fyrir þessa innbyggðu þörf til þess að skapa. Skapandi hugsun mikilvægasta hæfninÞað er af þessum ástæðum sem skapandi hugsun er sú hæfni sem leiðandi fyrirtæki í heiminum telja vera einna mikilvægasta fyrir starfsfólk og stjórnendur á vinnumarkaði í dag, samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum). Getan til þess setja í samhengi hluti sem við fyrstu sýn virðast ótengdir, er einnig meðal mikilvægustu hæfniskrafna á vinnumarkaði á komandi árum. - Okkar samofni heimur kallar á meira þverfaglegt samstarf, samtal ólíkra sjónarmiða og samruna hugmynda. Þetta ákall er beint svar við því öngstræti sem leiðandi fyrirtæki og opinberar stofnanir finna sig í: Við höfum verið full dugleg við að hólfa niður þekkingu, fólk og hugmyndir og það hefur dregið úr getu okkar til þess að sjá hlutina í samhengi og vera skapandi. Hraðar breytingar og ÞversögninHeimurinn er nefnilega að þróast og breytast á ógnarhraða. Þessar breytingar eru drifnar áfram af tækniþróun, hnattvæðingu og loftslagsbreytingum svo eitthvað sé nefnt, og hafa áhrif á daglegt líf okkar og þróun samfélaga. Tími,,fjórðu iðnbyltingarinnar” er genginn í garð.Hraðinn og óvissan sem þessum breytingum fylgja ýta enn og frekar undir óttann við hið óþekkta. Og þversögnin liggur í því að við þurfum einmitt núna á hugrekkinu að halda til þess að halda út í hið óþekkta, eða framtíðina, og skapa betri samfélög.Samkennd er samofin skapandi hugsunFréttir af mannréttindabrotum, flóttamannastraumi og átökum hafa ekki farið framhjá neinum. Yfirtaks flæði af upplýsingum í nútímasamfélagi getur hins vegar gert það að verkum að við dofnum gagnvart þeim hörmungum sem við okkur blasa. Eitt af lykil leiðum til þess að örva skapandi hugsun felst í því að setja sig í spor annarra. Hvort sem það er meðvitað eða ekki, verður það til þess að við opnum hugann fyrir ólíkum sjónarhornum og komum auga á nýjar leiðir og lausnir. Það sem var okkur framandi verður kunnuglegt. Og það sem er okkur kunnuglegt getur orðið framandi. Þessi núningur er ekki aðeins frjósamur fyrir sköpunarkraftinn, heldur eflir hann einnig samkennd og skilning manna á milli. Dagur sköpunarkraftsins 5. maíAf þessum ástæðum hefur hópur sérfæðinga í samvinnu við Aspen stofnunina í Bandaríkjunum, ýtt úr vör Degi Sköpunarkraftsins, á fyrsta fimmtudegi í maí ár hvert. Kveikjan að hugmyndinni er sú trú að besta leiðin til þess að leysa félagslegar, menningarlegar og umhverfislegar áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, sé að efla sköpunarkraftinn með komandi kynslóðum. Þannig valdeflist þau sem skapandi og gagnrýnir gerendur í því að móta framtíðina sem bíður þeirra. - Framtíðin er þeirra.Af því tilefni eru haldnar í þessari viku vinnusmiðjur í 10-12 ára bekkjum í Hjallastefnunni í Garðabæ. Á sama tíma eru haldnar vinnusmiðjur víðsvegar í Bandaríkjunum, Kanada og á Írlandi. Það er von okkar að slíkar vinnusmiðjur verði haldnar víða um land á komandi árum til að efla sköpunarkraftinn. Fyrir áhugasama vísa ég á heimasíðu átaksins www.creativepowerday.com - þar eru kennarar og aðrir hvattir til þess að leggja sitt af mörkum og taka þátt í þessu skemmtilega átaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Við vitum öll að börn eru frjó í hugsun, með fjörugt ímyndunarafl og skapandi í eðli sínu. En í kringum 10-14 ára aldur fara þau að vera meira hikandi við að tjá frumlega hugsun, rétta upp hendi í skólastofunni af ótta við að segja eitthvað rangt og fara að meta gildi hugmynda sinna út frá viðbrögðum bekkjafélaga og kennara. Þessa neikvæða tilhneiging eykst með árunum og leiðir til innbyggðrar hugsana skekkju sem hallar á skapandi hugsun (e. creativity bias) á vinnumarkaði og á efri skólastigum. Þetta er alvarlegt mál þar sem þörfin fyrir skapandi hugsun og úrlausn vandamála hefur sjaldan verið meiri. Rannsóknir á þessari skekkju í hugsun sýna hvernig innbyggður ótti okkar við hið óþekkta, - ótti okkar við nýjar hugmyndir, við að gera mistök, óttinn við nýja hugsun í stjórnmálum eða nýjar leiðir til lausna á samfélagslegum vandamálum, verður til þess að við veljum oft frekar að gera hlutina eins og þeir hafa verið gerðir í gegnum tíðina. Við teljum það öruggast. Við leysum hins vegar ekki vandamál með sömu hugsun eða verkfærum sem bjuggu þau til. Þess fyrir utan dregur það úr starfsorku og erindi einstaklinganna að fá ekki útrás fyrir þessa innbyggðu þörf til þess að skapa. Skapandi hugsun mikilvægasta hæfninÞað er af þessum ástæðum sem skapandi hugsun er sú hæfni sem leiðandi fyrirtæki í heiminum telja vera einna mikilvægasta fyrir starfsfólk og stjórnendur á vinnumarkaði í dag, samkvæmt Alþjóðaefnahagsráðinu (e. World Economic Forum). Getan til þess setja í samhengi hluti sem við fyrstu sýn virðast ótengdir, er einnig meðal mikilvægustu hæfniskrafna á vinnumarkaði á komandi árum. - Okkar samofni heimur kallar á meira þverfaglegt samstarf, samtal ólíkra sjónarmiða og samruna hugmynda. Þetta ákall er beint svar við því öngstræti sem leiðandi fyrirtæki og opinberar stofnanir finna sig í: Við höfum verið full dugleg við að hólfa niður þekkingu, fólk og hugmyndir og það hefur dregið úr getu okkar til þess að sjá hlutina í samhengi og vera skapandi. Hraðar breytingar og ÞversögninHeimurinn er nefnilega að þróast og breytast á ógnarhraða. Þessar breytingar eru drifnar áfram af tækniþróun, hnattvæðingu og loftslagsbreytingum svo eitthvað sé nefnt, og hafa áhrif á daglegt líf okkar og þróun samfélaga. Tími,,fjórðu iðnbyltingarinnar” er genginn í garð.Hraðinn og óvissan sem þessum breytingum fylgja ýta enn og frekar undir óttann við hið óþekkta. Og þversögnin liggur í því að við þurfum einmitt núna á hugrekkinu að halda til þess að halda út í hið óþekkta, eða framtíðina, og skapa betri samfélög.Samkennd er samofin skapandi hugsunFréttir af mannréttindabrotum, flóttamannastraumi og átökum hafa ekki farið framhjá neinum. Yfirtaks flæði af upplýsingum í nútímasamfélagi getur hins vegar gert það að verkum að við dofnum gagnvart þeim hörmungum sem við okkur blasa. Eitt af lykil leiðum til þess að örva skapandi hugsun felst í því að setja sig í spor annarra. Hvort sem það er meðvitað eða ekki, verður það til þess að við opnum hugann fyrir ólíkum sjónarhornum og komum auga á nýjar leiðir og lausnir. Það sem var okkur framandi verður kunnuglegt. Og það sem er okkur kunnuglegt getur orðið framandi. Þessi núningur er ekki aðeins frjósamur fyrir sköpunarkraftinn, heldur eflir hann einnig samkennd og skilning manna á milli. Dagur sköpunarkraftsins 5. maíAf þessum ástæðum hefur hópur sérfæðinga í samvinnu við Aspen stofnunina í Bandaríkjunum, ýtt úr vör Degi Sköpunarkraftsins, á fyrsta fimmtudegi í maí ár hvert. Kveikjan að hugmyndinni er sú trú að besta leiðin til þess að leysa félagslegar, menningarlegar og umhverfislegar áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag, sé að efla sköpunarkraftinn með komandi kynslóðum. Þannig valdeflist þau sem skapandi og gagnrýnir gerendur í því að móta framtíðina sem bíður þeirra. - Framtíðin er þeirra.Af því tilefni eru haldnar í þessari viku vinnusmiðjur í 10-12 ára bekkjum í Hjallastefnunni í Garðabæ. Á sama tíma eru haldnar vinnusmiðjur víðsvegar í Bandaríkjunum, Kanada og á Írlandi. Það er von okkar að slíkar vinnusmiðjur verði haldnar víða um land á komandi árum til að efla sköpunarkraftinn. Fyrir áhugasama vísa ég á heimasíðu átaksins www.creativepowerday.com - þar eru kennarar og aðrir hvattir til þess að leggja sitt af mörkum og taka þátt í þessu skemmtilega átaki.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar