Um hvað þarf samstöðu nú? Árni Páll Árnason skrifar 4. maí 2016 07:00 Síðustu vikur hefur tjöldunum verið svipt frá veruleika sem við trúðum ekki að væri jafn alvarlegur og raun ber vitni: Valdamesta fólk atvinnulífsins og stjórnmálanna hefur efnast á okkar kostnað og flutt svo verðmætin burt og komið þeim undan skatti eða eftirliti. Þjóðin þarf að breyta um stefnu. En skoðanakannanir valda alvarlegum áhyggjum: Fylgi Pírata heldur áfram að dragast saman, VG dalar á nýjan leik eftir uppsveiflu, Samfylkingin stendur pikkföst og Björt framtíð er rétt yfir þröskuldinum til að ná manni á þing. Stjórnarflokkarnir styrkjast. Okkur hefur mistekist að ná frumkvæði og skapa trúverðugleika leið áfram. Það er mikill vilji í stjórnarandstöðunni að stilla saman strengi. En það er ekki nóg að stilla okkur saman upp á fallegri hópmynd – nú eða finna jafnvel ný andlit í stað þeirra eldri til að fríska upp á þá mynd. Reynslan segir okkur nefnilega að lykillinn að sigri umbótaafla felst í því að fólk sameinist um afmörkuð meginmarkmið, með stefnu sem virkar og tengist daglegum veruleika fólks. Á þessu byggðist til dæmis hugmyndin um Reykjavíkurlistann.Atvinnulíf í þágu venjulegs fólks Við í stjórnarandstöðunni getum ekki vænst þess að ná tiltrú kjósenda nú, nema að við setjum fram skýr meginmarkmið sem allir sameinast um og þjóðin veit að verða fyrst á dagskrá. Við þurfum að mínu viti að sameinast um nýjar reglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks en ekki bólugróði verður settur í öndvegi. Við þurfum framleiðniaukningu, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni, en ekki efnahagsstefnu í þágu atvinnugreina sem hirða arðinn af auðlindum landsins. Við þurfum ekki meiri einkavæðingu, eins og forysta SA boðar nú. Við þurfum þvert á móti stuðning við grunnstoðir opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé.Annarra manna fé Voldugustu öflin í íslensku efnahagslífi hafa um áratugi auðgast á opinberri aðstöðu, aðgangi að upplýsingum eða tækifærum sem ráðandi öfl hafa búið til með tökum sínum á ríkisvaldinu. Ég hef áður rakið hvernig handvaldir menn fengu einir að eiga viðskipti við Varnarliðið og rukka fjórfaldan raunkostnað athugasemdalaust, fengu að vita um gengisfellingar á undan öðrum og eiga viðskipti á gamla genginu og fengu forgang að kaupum á ríkiseignum. Bjarni Benediktsson vitnaði um daginn til Margrétar Thatcher sem sagði að vandamálið við sósíalismann væri að á endanum þryti annarra manna fé. Þess vegna er snilld Bjarna og félaga þeim mun meiri: Á Íslandi hafa ráðandi ættir og öfl fundið eilífðarvél sem tryggir þeim auðlegð skapaða af annarra manna fé, mann fram af manni.Uppbygging opinberrar þjónustu En það hefur líka verið gengið með skipulegum hætti á opinbera kerfið, til hagsbóta fyrir einkarekna samkeppnisaðila. Nú nýverið skrifuðu nærri 90 þúsund Íslendingar nafn sitt undir kröfu um endurreisn heilbrigðiskerfisins og ég held að það sé óhætt að fullyrða að fátt sameini okkur meira en viljinn til að hafa opinbera heilbrigðisþjónustu sem veitt er án tillits til efnahags. En við fundum það út í kjölfar hruns að kerfið er allt skekkt í þágu einkarekstrar. Þegar draga þurfti saman í ríkisútgjöldum reyndust framlög til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu bundin í samningum og niðurskurður hjá hinu opinbera gat bara bitnað á hinu opinbera kerfi. Þannig lentum við í þeirri fráleitu stöðu að framlög til opinbera heilbrigðiskerfisins drógust saman um á annan tug prósenta eftir hrun, á sama tíma og aukning varð á greiðslum til sérgreinalækna.Vilja námsmenn skulda GAMMA? Af þessari reynslu verðum við að læra og gæta þess að sömu reglur gildi um alla opinbera þjónustu, svo við endum ekki með að kæfa það sem við helst vildum hlúa að. Annað dæmi sjáum við nú í uppsiglingu: Fréttir berast af því að ríkisstjórnin stefni að því að draga saman réttindi námsmanna til námslána. Það verður erfiðara að fara utan í nám og það verður erfiðara að ljúka löngu námi, eins og doktorsnámi, á opinberum námslánum. Á sama tíma sjáum við GAMMA setja á fót námslánasjóð, sem býður námsmönnum lán á markaðslegum forsendum með 8,75% vöxtum! Nú þegar hefur þessi ríkisstjórn útilokað fólk yfir 25 ára frá bóknámi í framhaldsskólum og í staðinn fyrir lág skráningargjöld þarf fólk að greiða jafnvel á þriðja hundrað þúsund í skólagjöld á frumgreinabrautum einkaskóla. Aðferðafræðin er ávallt sú sama: Það er þrengt að ódýrri opinberri þjónustu og biðlistar eru látnir um að skapa þörf fyrir einkarekstur við hliðina.Sameinumst um stóru málin Þessi mál eru mikilvægust, nú þegar kemur að kosningum og að mynda nýja ríkisstjórn. Góð mennta- og heilbrigðisþjónusta sem allir hafa efni á er undirstaða lítils samfélags. Og reglur atvinnulífs sem tryggja okkur hámarksverðmæti og arð af auðlindum í þágu þjóðar, en ekki í þágu fárra. Ekkert skiptir meira máli en þetta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Síðustu vikur hefur tjöldunum verið svipt frá veruleika sem við trúðum ekki að væri jafn alvarlegur og raun ber vitni: Valdamesta fólk atvinnulífsins og stjórnmálanna hefur efnast á okkar kostnað og flutt svo verðmætin burt og komið þeim undan skatti eða eftirliti. Þjóðin þarf að breyta um stefnu. En skoðanakannanir valda alvarlegum áhyggjum: Fylgi Pírata heldur áfram að dragast saman, VG dalar á nýjan leik eftir uppsveiflu, Samfylkingin stendur pikkföst og Björt framtíð er rétt yfir þröskuldinum til að ná manni á þing. Stjórnarflokkarnir styrkjast. Okkur hefur mistekist að ná frumkvæði og skapa trúverðugleika leið áfram. Það er mikill vilji í stjórnarandstöðunni að stilla saman strengi. En það er ekki nóg að stilla okkur saman upp á fallegri hópmynd – nú eða finna jafnvel ný andlit í stað þeirra eldri til að fríska upp á þá mynd. Reynslan segir okkur nefnilega að lykillinn að sigri umbótaafla felst í því að fólk sameinist um afmörkuð meginmarkmið, með stefnu sem virkar og tengist daglegum veruleika fólks. Á þessu byggðist til dæmis hugmyndin um Reykjavíkurlistann.Atvinnulíf í þágu venjulegs fólks Við í stjórnarandstöðunni getum ekki vænst þess að ná tiltrú kjósenda nú, nema að við setjum fram skýr meginmarkmið sem allir sameinast um og þjóðin veit að verða fyrst á dagskrá. Við þurfum að mínu viti að sameinast um nýjar reglur efnahagslífsins, þar sem hagsmunir venjulegs fólks en ekki bólugróði verður settur í öndvegi. Við þurfum framleiðniaukningu, enda vinnum við lengur fyrir lægri laun en aðrar Norðurlandaþjóðir og ungt fólk ber minna úr býtum hér en í grannlöndunum. Við þurfum efnahagslegan stöðugleika, lækkun vaxta og opnun landsins fyrir samkeppni, en ekki efnahagsstefnu í þágu atvinnugreina sem hirða arðinn af auðlindum landsins. Við þurfum ekki meiri einkavæðingu, eins og forysta SA boðar nú. Við þurfum þvert á móti stuðning við grunnstoðir opinberrar velferðarþjónustu – heilbrigðiskerfi og menntakerfi sem rekið er fyrir almennt skattfé.Annarra manna fé Voldugustu öflin í íslensku efnahagslífi hafa um áratugi auðgast á opinberri aðstöðu, aðgangi að upplýsingum eða tækifærum sem ráðandi öfl hafa búið til með tökum sínum á ríkisvaldinu. Ég hef áður rakið hvernig handvaldir menn fengu einir að eiga viðskipti við Varnarliðið og rukka fjórfaldan raunkostnað athugasemdalaust, fengu að vita um gengisfellingar á undan öðrum og eiga viðskipti á gamla genginu og fengu forgang að kaupum á ríkiseignum. Bjarni Benediktsson vitnaði um daginn til Margrétar Thatcher sem sagði að vandamálið við sósíalismann væri að á endanum þryti annarra manna fé. Þess vegna er snilld Bjarna og félaga þeim mun meiri: Á Íslandi hafa ráðandi ættir og öfl fundið eilífðarvél sem tryggir þeim auðlegð skapaða af annarra manna fé, mann fram af manni.Uppbygging opinberrar þjónustu En það hefur líka verið gengið með skipulegum hætti á opinbera kerfið, til hagsbóta fyrir einkarekna samkeppnisaðila. Nú nýverið skrifuðu nærri 90 þúsund Íslendingar nafn sitt undir kröfu um endurreisn heilbrigðiskerfisins og ég held að það sé óhætt að fullyrða að fátt sameini okkur meira en viljinn til að hafa opinbera heilbrigðisþjónustu sem veitt er án tillits til efnahags. En við fundum það út í kjölfar hruns að kerfið er allt skekkt í þágu einkarekstrar. Þegar draga þurfti saman í ríkisútgjöldum reyndust framlög til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu bundin í samningum og niðurskurður hjá hinu opinbera gat bara bitnað á hinu opinbera kerfi. Þannig lentum við í þeirri fráleitu stöðu að framlög til opinbera heilbrigðiskerfisins drógust saman um á annan tug prósenta eftir hrun, á sama tíma og aukning varð á greiðslum til sérgreinalækna.Vilja námsmenn skulda GAMMA? Af þessari reynslu verðum við að læra og gæta þess að sömu reglur gildi um alla opinbera þjónustu, svo við endum ekki með að kæfa það sem við helst vildum hlúa að. Annað dæmi sjáum við nú í uppsiglingu: Fréttir berast af því að ríkisstjórnin stefni að því að draga saman réttindi námsmanna til námslána. Það verður erfiðara að fara utan í nám og það verður erfiðara að ljúka löngu námi, eins og doktorsnámi, á opinberum námslánum. Á sama tíma sjáum við GAMMA setja á fót námslánasjóð, sem býður námsmönnum lán á markaðslegum forsendum með 8,75% vöxtum! Nú þegar hefur þessi ríkisstjórn útilokað fólk yfir 25 ára frá bóknámi í framhaldsskólum og í staðinn fyrir lág skráningargjöld þarf fólk að greiða jafnvel á þriðja hundrað þúsund í skólagjöld á frumgreinabrautum einkaskóla. Aðferðafræðin er ávallt sú sama: Það er þrengt að ódýrri opinberri þjónustu og biðlistar eru látnir um að skapa þörf fyrir einkarekstur við hliðina.Sameinumst um stóru málin Þessi mál eru mikilvægust, nú þegar kemur að kosningum og að mynda nýja ríkisstjórn. Góð mennta- og heilbrigðisþjónusta sem allir hafa efni á er undirstaða lítils samfélags. Og reglur atvinnulífs sem tryggja okkur hámarksverðmæti og arð af auðlindum í þágu þjóðar, en ekki í þágu fárra. Ekkert skiptir meira máli en þetta.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun