Vandað, hagkvæmt, hratt Eygló Harðardóttir skrifar 2. maí 2016 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eygló Harðardóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun