Ragnheiður Elín varla samkvæm sjálfri sér Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2016 11:56 Össur telur einsýnt að Ragnheiður Elín hljóti að velta fyrir sér afsögn. Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“