Sjaldan verið betri aðstæður til að ganga á Hvannadalshnjúk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. maí 2016 11:41 Frá ferðinni upp á toppinn á laugardaginn. mynd/ólafur már björnsson Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, læknir, var einn af þeim sem gekk á Hvannadalshnjúk um helgina í frábæru veðri og góðu færi. Hann segir að núna séu kjöraðstæður til að fara á hæsta tind landsins og vill því hvetja áhugasama til þess að nýta tækifærið og ganga á hnjúkinn eigi þeir þess kost. „Mér telst til að það hafi hátt í 300 manns farið á toppinn nú um helgina þannig að það var mikil traffík en hún hefði alveg getað verið meiri,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann segir að fólk eigi þó alls ekki að fara á eigin vegum á hnjúkinn heldur slást í för með vönu fjallafólki. Ýmsir aðilar skipuleggi ferðir á hnjúkinn, þar á meðal Ferðafélag Íslands og Útivist sem og ferðaþjónustuaðilar í Skaftafelli. „Þetta er um 14-16 tíma ganga þannig að fólk þarf að vera í góðu formi. Svo er auðvitað betra ef fólk hefur gengið áður í línu og á broddum, það er kannski svolítið erfitt að ætla að byrja á þessu. En þetta er auðvitað frábær útivist í góðum félagsskap að upplifa náttúruna svona eins og þarna á sunnudaginn. Það sást yfir hálft landið,“ segir Tómas. Tómas hefur farið nokkrum sinnum upp á hnjúkinn og segir að aðstæður hafi sjaldan verið betri. Aðeins minni snjór sé reyndar nú en í meðalári en sprungur séu lítt sjáanlegar og góður snjór bæði fyrir göngu- og skíðafólk. Meðfylgjandi myndir tóku Tómas og ferðafélagi hans, Ólafur Már Björnsson. Frá upphafi ferðarinnar.mynd/ólafur már björnsson Tómas segir að færið til að fara á tindinn sé nú mjög gott og hafi sjaldan verið betra.mynd/ólafur már björnsson Alls fóru hátt í 300 manns á Hvannadalshnjúk um helgina.mynd/ólafur már björnsson
Hvannadalshnjúkur Fjallamennska Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira