Skipverjinn látinn sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. maí 2016 12:30 Vísir Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Skipverji lést þegar bát hans hvolfdi úti fyrir Aðalvík í morgun. Að sögn Landhelgisgæslunnar hófst umfangsmikil leit að bátnum um klukkan hálf níu í morgun eftir að báturinn datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. Bátnum hvolfdi um 20 mílum út af Aðalvík. Maðurinn var einn um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson á Ísafirði voru send á vettvang, að því er greint var frá á fréttavefnum BB.is í morgun. Ættingjar mannsins hafi verið látnir vita. Uppfært: Landhelgisgæslan hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins. Tilkynninguna má lesa hér fyrir neðan.Í morgun, rétt um hálfníu varð stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vör við að bátur datt út úr ferilvöktun um 18 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Um var að ræða tæplega 10 metra langan strandveiðibát með einum manni í áhöfn. Þá þegar var hafist handa við að ná sambandi við bátinn en án árangurs. Voru þá nærstaddir bátar beðnir um að fara umsvifalaust á svæðið auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Ísafirði, Gunnar Friðriksson. Þeir bátar sem næst voru staddir voru í rúmlega 10 sjómílna fjarlægð og héldu þeir þegar á staðinn. Veður og sjólag á staðnum var ekki sérlega gott en að sögn nærstaddra báta var veðrið að ganga niður. Þegar á leið og bátar sem héldu á staðinn urðu ekki varir við bátinn í ratsjá var einnig ákveðið að kalla út flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og senda með henni bæði kafara frá Landhelgisgæslunni og leitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Einnig voru harðbotnabjörgunarbátar björgunarsveita í Bolungarvík og Hnífsdal boðaðir út í samráði við svæðisstjórn björgunarsveita fyrir vestan. Um klukkan 10:15 komu þrír strandveiðibátar á svæðið og kom áhöfn eins þeirra auga á bátinn þar sem hann var á hvolfi í sjónum. Var einn báturinn beðinn um að vera við bátinn sem hvolft hafði meðan hinir tveir hófu kerfisbundna leit. Rétt fyrir klukkan 11 kom áhöfn annars leitarbátsins auga á skipverja í sjónum og um sama leyti kom þyrla Landhelgisgæslunnar þar að og var maðurinn hífður um borð í þyrluna. Var hann úrskurðaður látinn af þyrlulækni Landhelgisgæslunnar. Hélt þyrlan áleiðis til Reykjavíkur en björgunarskipið Gunnar Friðriksson kom á svæðið rétt fyrir klukkan 12 og mun freista þess að draga bátinn til lands.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17 Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Landhelgisgæslan leitar báts Landhelgisgæslan leitar nú báts sem datt út úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu. 11. maí 2016 11:17