Gleymdist að auglýsa meirihluta friðlýsinga Sveinn Arnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Hafnargarðurinn á Austurbakka 2 er dæmi um friðlýsingu Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson friðlýsti fjórtán hús eða minjar í tíð sinni sem forsætisráðherra. Af þeim gleymdist að auglýsa tíu þeirra í Stjórnartíðindum eða mikinn meirihluta téðra friðana. Eftir fyrirspurn Fréttablaðsins hefur því nú verið kippt í liðinn og verða þær auglýstar í Stjórnartíðindum. Frá 3. mars árið 2014 til 22. október ári seinna, eða á um 19 mánaða tímabili, tilkynnti forsætisráðherra bréflega til eigenda fasteigna, sveitarfélaga og annarra sem friðlýsingar vörðuðu, um fjórtán friðanir. Síðasta friðlýsing Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar var á hafnargarðinum við Austurbakka 2 í Reykjavík. Var þar um að ræða hafnargarðinn en ekki bólverk sem hlaðið var fyrir aldamótin 1900. „Það er heilmikill ferill sem fer í gang eftir að ráðherra hefur undirritað friðlýsingarskjal. Öllum hlutaðeigandi er tilkynnt bréflega um friðlýsinguna, hún er sett í þinglýsingu og loks auglýst í Stjórnartíðindum. Sumt af þessu er á verksviði Minjastofnunar að annast, annað á okkar [forsætisráðuneyti] verksviði,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menningararfs í forsætisráðuneytinu. „Ég held að hátt í tíu hafi ekki verið búið að auglýsa, en allar auglýsingar liggja inni hjá Stjórnartíðindum núna.“ Fram kemur í svari forsætisráðuneytisins að hér sé um að ræða friðlýsingar aðrar en sjálfkrafa friðlýsingar, líkt og til að mynda þegar eitt hundrað ár eru frá því að hús var byggt. Hér er aðeins um að ræða sérstakar friðanir og því fylgir rökstuðningur. Má þar nefna Nasa-salinn svokallaða í Thorvaldsenstræti og innréttingar í anddyri, forsal og bíósal Bæjarbíós við Strandgötu í Hafnarfirði. Friðlýsingarnar eru samkvæmt tillögu Minjastofnunar. Friðun hafnargarðsins á Austurbakka vakti mikla athygli. Minjastofnun beitti skyndifriðun á garðinum en nokkru áður, eða í ágúst í fyrra, hafði forsætisráðherra skrifað á síðuna sína að fornleifar sem fundust á lóðinni yrðu friðaðar sem og hafnargarðurinn. Minjastofnun beitti skyndifriðuninni 11. september það ár og var sú friðun staðfest 22. október 2015.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Innlent Fleiri fréttir Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ Sjá meira