Einkavædda öndin Elín Björg Jónsdóttir skrifar 10. maí 2016 07:00 Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Það er einkennilegt að vera komin í þá stöðu að þurfa að rökræða við mætasta fólk hvort einkarekstur á ákveðnum einingum í heilbrigðiskerfinu okkar, til dæmis heilsugæslustöðvum, jafngildi því að verið sé að einkavæða þá þjónustu sem þessar einingar bjóða upp á. BSRB og ASÍ stóðu í liðinni viku fyrir málþingi undir yfirsögninni „Er einkarekstur í heilbrigðisþjónustu almannahagur?“ Tilefnið var aðkallandi því heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að þær þrjár nýju heilsugæslustöðvar sem höfuðborgarbúar geta brátt sótt til verði reknar af einkaaðilum, í stað Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eins og BSRB telur eðlilegast. Þessa ákvörðun virðist heilbrigðisráðherra geta tekið án þess að ræða við einn né neinn, þrátt fyrir að með því sé hann að auka enn á einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu. Alþingi fjallar ekki um málið og ekki er kallað eftir umsögnum almennings og hagsmunaaðila. Engin umræða á sér stað. Það kom mér á óvart á áðurnefndu málþingi að ekki virðast allir leggja sama skilning í orðið einkavæðing. Ég hélt við gætum öll verið sammála um það smáatriði og einbeitt okkur að því að ræða hvort þessi einkavæðing sem ráðherra vill koma til framkvæmdar sem fyrst sé almannahagur eða ekki.Læknar ósammála Tveir virtir sérfræðingar úr Háskóla Íslands voru sammála um að einkarekstur sé ekkert annað en einkavæðing. Þannig nefndi Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, þrjár tegundir einkavæðingar í erindi sínu og studdist þar við skilgreiningar erlendra sérfræðinga. Í fyrsta lagi er það sala á opinberri stofnun eða öðrum eignum, í öðru lagi tilfærsla á rekstri eða framkvæmd frá hinu opinbera til einkaaðila í einkaframkvæmd, og í þriðja lagi tilfærsla fjármögnunar frá hinu opinbera til einkaaðila. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, var sammála Rúnari og sagði skýrt í sínum huga að einkarekstur væri einfaldlega einkavæðing á þjónustu. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, sagðist í erindi sínu á fundinum ósammála þessu og sagði einkarekstur og einkavæðingu tvennt ólíkt. Svipaðar raddir heyrðust í kjölfar ræðu sem ég flutti í Hafnarfirði á frídegi verkalýðsins, 1. maí. Þetta er annað hvort meinlegur misskilningur sem rétt er að leiðrétta, eða tilraun til að stýra umræðunni með því að finna upp ný og mildari hugtök til að slá ryki í augu fólks. Rannsóknir Rúnars Vilhjálmssonar prófessors sýna að rúmlega 80 prósent landsmanna vilja að heilbrigðisþjónustan sé rekin fyrst og fremst af hinu opinbera. Það vita þeir sem vilja finna annað og hentugra orð fyrir einkavæðingu.Arðgreiðslur af skattfé Eins og Sigurbjörg nefndi í erindi sínu er mun auðveldara að einkavæða þjónustu heldur en að snúa til baka og láta ríkið sjá um verkefni sem áður voru í höndum einkaaðila. Með einkavæðingunni skapast viðskiptahagsmunir og kröfur um arðgreiðslur fyrir þjónustu sem fjármögnuð er af skattfé. Hættan er sú að þjónustan verði dreifð og brotakennd og að stjórnvöld missi möguleika á að forgangsraða og skipuleggja þjónustuna í þágu almannahagsmuna. Við getum fengið lánað orðatiltæki frá enskumælandi þjóðum til að auðvelda skilning. Ef eitthvað lítur út eins og önd, syndir eins og önd og hljómar eins og önd eru allar líkur á að það sé önd. Einkarekstur er ekkert annað en einkavæðing undir öðru nafni.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun