Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar fordæmir vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. maí 2016 12:56 Grímur Sæmundsen formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/GVA Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen. Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir vinnumansalsmál vera blett á íslensku samfélagi. Mál sem nú er til rannsóknar er tengist Hótel Adam í miðbæ Reykjavíkur sé alvarlegt og hann fordæmi slíkt atferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö á föstudag. Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt hótel sé Hótel Adam við Skólavörðustíg en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Grímur Sæmundsen, stjórnarformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir samtökin fordæma hvers konar brotastarfsemi í ferðaþjónustu. „Það er blettur á okkar samfélagi að svona mál skuli koma upp. Maður bara trúir því ekki fyrr en maður tekur á því að það sé staðreynd. Þarna þarf að sjálfsögðu samstarf atvinnulífsins, launþegahreyfingarinnar og stjórnvalda að leggjast á eitt og uppræta svona ósóma,“ segir Grímur. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að þögn Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka Iðnaðarins varðandi vinnumansal væri orðin ærandi. Grímur segist ekki átta sig á þessum ummælum og bendir á að Samtök atvinnulífsins, sem Samtök ferðaþjónustunnar eru aðili að, hafi ekki látið sitt eftir liggja þegar kemur að vinnumansali. Hann segir mál Hótels Adam sem nú er til rannsóknar ekki hafa komið á borð samtakanna en hann fordæmi þetta atferli. „Þetta er auðvitað lögreglumál og brot á lögum og þetta er í þeim farvegi sem því ber. En ég held að við getum lagt hönd á plóg ásamt launþegahreyfingunni að skapa samfélagslegan þrýsting um að svona eigi sér ekki stað,“ segir Grímur Sæmundsen.
Ferðamennska á Íslandi Hótel Adam Reykjavík Tengdar fréttir Vinnumansalið átti sér stað á Hótel Adam 21. maí 2016 19:36 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Fleiri fréttir Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Sjá meira