Bættur hagur heimilanna Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Um þessar mundir birtast margar jákvæðar fréttir af lífskjörum þjóðarinnar. Engum dylst að horfur í efnahagslífinu á Íslandi eru bjartar um þessar mundir og gangi spá hagdeildar ASÍ eftir verður samfelldur hagvöxtur hér á landi í átta ár. Vöxturinn hvílir á styrkum stoðum í hagkerfinu og við sjáum birtingarmynd þess í því að kaupmáttur launa hefur aukist verulega á síðustu misserum. Laun hafa hækkað mikið um leið og verðbólga hefur haldist lág. Almenningur finnur áhrifin í auknum ráðstöfunartekjum samfara lækkandi skuldum.Lækkun skuldaSkuldir heimilanna hafa þannig lækkað mikið á síðustu árum og námu um 84% af landsframleiðslu í lok síðasta árs, en þær urðu hæstar um 125% í árslok 2009. Veðsetningarhlutfall heimilanna hefur einnig lækkað mikið á heildina litið. Augljóst er að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa tekist mjög vel og styrkt stöðu heimilanna í landinu eins og að var stefnt. Hagur heimilanna hefur sjaldan verið betri en nú, miðað við stöðu og þróun helstu hagvísa fyrir heimilin, að því er kemur fram í riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika 2016/1. Skuldir heimila og fyrirtækja lækkuðu heilt yfir árið 2015 og í lok árs voru þær svipaðar og um aldamótin. Þetta er einstakur árangur.Styrk fjármálastjórnFjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi 29. apríl, fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa enn frekar í haginn fyrir komandi kynslóðir með því að greiða niður opinberar skuldir, draga úr álögum á fólk með lægri og sanngjarnari sköttum, byggja upp samfélagslega innviði og treysta til muna grunnþjónustu ríkisins með hækkun bóta, eflingu heilbrigðiskerfisins og auknum gæðum menntunar. Vegna þessara umskipta verður unnt að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða króna á tímabilinu, en 14 milljarðar renna til verkefna strax á árinu 2017.Uppbygging heilbrigðiskerfisinsÞað sem af er kjörtímabilinu hefur 40 milljörðum króna verið varið til heilbrigðismála, meðal annars með því að stórbæta kjör heilbrigðisstéttanna. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði aukin verulega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríflega 200 milljarðar króna á ári. Það svarar til þess að framlögin verði aukin um 18% að raunvirði yfir tímabilið. Sú aukning er fyrir utan allar launahækkanir sem munu bætast við á tímabilinu auk annarra verðlagsbreytinga. Þá nema framlög til kaupa á tækjabúnaði fyrir LSH og FSA fimm milljörðum á árunum 2016-2021 og 2,5 milljörðum verður varið til styttingar á biðlistum á sama tímabili. Nú hillir undir að frumvörp húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, verði afgreidd á Alþingi og þar með verði lagður grunnur að nýju húsnæðiskerfi, sem er vel. Okkur gengur vel á Íslandi í dag og því full ástæða til bjartsýni. Það er gott að fara með þær upplýsingar inn í sumarið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir birtast margar jákvæðar fréttir af lífskjörum þjóðarinnar. Engum dylst að horfur í efnahagslífinu á Íslandi eru bjartar um þessar mundir og gangi spá hagdeildar ASÍ eftir verður samfelldur hagvöxtur hér á landi í átta ár. Vöxturinn hvílir á styrkum stoðum í hagkerfinu og við sjáum birtingarmynd þess í því að kaupmáttur launa hefur aukist verulega á síðustu misserum. Laun hafa hækkað mikið um leið og verðbólga hefur haldist lág. Almenningur finnur áhrifin í auknum ráðstöfunartekjum samfara lækkandi skuldum.Lækkun skuldaSkuldir heimilanna hafa þannig lækkað mikið á síðustu árum og námu um 84% af landsframleiðslu í lok síðasta árs, en þær urðu hæstar um 125% í árslok 2009. Veðsetningarhlutfall heimilanna hefur einnig lækkað mikið á heildina litið. Augljóst er að skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa tekist mjög vel og styrkt stöðu heimilanna í landinu eins og að var stefnt. Hagur heimilanna hefur sjaldan verið betri en nú, miðað við stöðu og þróun helstu hagvísa fyrir heimilin, að því er kemur fram í riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleika 2016/1. Skuldir heimila og fyrirtækja lækkuðu heilt yfir árið 2015 og í lok árs voru þær svipaðar og um aldamótin. Þetta er einstakur árangur.Styrk fjármálastjórnFjármálastefna og fjármálaáætlun fyrir hið opinbera til fimm ára, sem lagðar voru fram á Alþingi 29. apríl, fela í sér að hægt verði á næstu árum að búa enn frekar í haginn fyrir komandi kynslóðir með því að greiða niður opinberar skuldir, draga úr álögum á fólk með lægri og sanngjarnari sköttum, byggja upp samfélagslega innviði og treysta til muna grunnþjónustu ríkisins með hækkun bóta, eflingu heilbrigðiskerfisins og auknum gæðum menntunar. Vegna þessara umskipta verður unnt að auka svigrúm fyrir áherslumál á málasviðum ráðuneytanna um 42 milljarða króna á tímabilinu, en 14 milljarðar renna til verkefna strax á árinu 2017.Uppbygging heilbrigðiskerfisinsÞað sem af er kjörtímabilinu hefur 40 milljörðum króna verið varið til heilbrigðismála, meðal annars með því að stórbæta kjör heilbrigðisstéttanna. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að framlög til heilbrigðismála verði aukin verulega á næstu árum þannig að þau verði orðin ríflega 30 milljörðum króna hærri árið 2021 og verði þar með orðin ríflega 200 milljarðar króna á ári. Það svarar til þess að framlögin verði aukin um 18% að raunvirði yfir tímabilið. Sú aukning er fyrir utan allar launahækkanir sem munu bætast við á tímabilinu auk annarra verðlagsbreytinga. Þá nema framlög til kaupa á tækjabúnaði fyrir LSH og FSA fimm milljörðum á árunum 2016-2021 og 2,5 milljörðum verður varið til styttingar á biðlistum á sama tímabili. Nú hillir undir að frumvörp húsnæðismálaráðherra, Eyglóar Harðardóttur, verði afgreidd á Alþingi og þar með verði lagður grunnur að nýju húsnæðiskerfi, sem er vel. Okkur gengur vel á Íslandi í dag og því full ástæða til bjartsýni. Það er gott að fara með þær upplýsingar inn í sumarið.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun