Frakkar bjóðast til að hýsa Íslendinga á meðan EM stendur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 13:46 „Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
„Það hefur verið stanslaus áhugi á Íslandi og íslenska liðinu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Frakklandi, í samtali við Vísi. Framganga íslenska karlalandsliðsins á Evrópumótinu í Frakklandi hefur vakið athygli um víða veröld og sendiráðið finnur glöggt fyrir þeim mikla áhuga sem því fylgir. „Ég held við höfum fengið fleiri viðtalsbeiðnir síðustu tvo daga heldur en síðustu fimm ár þar á undan. Í morgun birtist franska stöðin M6 hér fyrir utan óboðin í dag er ég á leið í viðtal hjá ítalska sjónvarpinu.“ Sendiráðið í Frakklandi þjónustar ekki bara Frakkland heldur einnig Spán, Ítalíu, Andorra, Mónakó, Alsír, Marokkó, Líbanon, Túnis og Djibútí. Þá er sendiherrann einnig fastafulltrúi Íslands hjá OECD, UNESCO og Evrópuráðinu.Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár.Fimm og hálft stöðugildi starfar í sendiráðinu og það hefur verið mætt mikið á þeim undanfarna daga. Í fyrsta lagi þjónustaði sendiráðið fólk sem vildi kjósa utankjörfundar í forsetakosningunum og í öðru lagi bætist við þessi mikla athygli eftir Englandsleikinn. „Verkefni okkar snúast fyrst og fremst að borgaraþjónustu og aðstoða þá sem lent hafa í basli. Fólk sem lent hefur á sjúkrahúsi, orðið fyrir barðinu á ræningjum, týnt vegabréfinu sínu. Það er alltaf einhver reytingur af verkefnum. Það hefur aukist til muna á síðustu dögum.“ Komast varla í öll viðtöl Berglind segir að undanfarna daga hafi áhuga fjölmiðla af öllum gerðum og alls staðar úr heiminum bæst ofan á. Til marks um það má nefna að klassísk útvarpsstöð í Frakklandi, nokkurs konar Rondó þeirra Frakka, vildi taka viðtal við sendiherrann um árangurinn. „Það hefur oft verið bras að koma Íslandi á framfæri en nú önnum við varla eftirspurn.“ Flestir fjölmiðlar spyrja um hvernig standi á þessum árangri núna. Svarið er ávallt svipað af hálfu Berglindar. „Ég segi þeim að á Íslandi sé hreint loft og vatn og maturinn okkar, lambakjötið og fisknurinn, spili stóra rullu. Þá hafi það líka mikið að segja að koma frá Íslandi. Aðstæðurnar á landinu herði okkur og geri það að verkum að við gefumst aldrei upp.“ Hamingjuóskum hefur rignt inn og meðal annars hafa einhverjir Frakkar boðist til að skjóta skjólshúsi yfir Íslendinga á meðan mótinu stendur. „Ég hef ekki hugmynd um hvort einhver hefur tekið slíku tilboði.“ Berglind segist ekki þora að spá fyrir um úrslitin í leiknum á sunnudag. „Frakkar eru með frábært lið veit ég. Við hjónin fengum frábærar treyjur frá KSÍ sem var árituð af strákunum. Við höfum mætt í þeim á síðustu tvo leiki og þeir hafa unnist. Við mætum aftur í þeim og það er aldrei að vita hvað gerist,“ segir Berglind að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54 Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar á EM Íslendingar voru til fyrirmyndar eftir leikinn í gærkvöldi en áfengissala var bönnuð eftir klukkan eitt í nótt í Nice. 28. júní 2016 12:54
Iceland bætir Englendingum upp tapið með fríum bjór Breska verslunarkeðjan Iceland ætlar að bæta Englendingum upp tapið fyrir Íslandi á EM 2016 með því að bjóða upp á frían bjór í dag. 28. júní 2016 14:36