Fótbolti

Fimm af síðustu átta skotum Íslands á mark hafa endað í netinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark Íslands í gær.
Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmark Íslands í gær. vísir/vilhelm
Það er ekki hægt að segja annað en að íslenska liðið sé með góða skotnýtingu á EM 2016 í Frakklandi.

Íslensku strákarnir hafa nýtt síðustu skot sín einstaklega vel en fimm af síðustu átta skotum þeirra á markið hafa endað í netinu. Ekki amaleg tölfræði.

Sex leikmenn hafa skorað mörkin sex sem Ísland hefur gert á EM en þeir voru allir að skora sín fyrstu mörk á stórmóti. Belgíska liðið er það eina sem á fleiri markaskorara á EM, eða sjö.

Íslendingar eru ósigraðir á EM en þeir hafa unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli. Íslenska liðið mætir því franska á Stade de France í 8-liða úrslitum á sunnudagskvöldið.


Tengdar fréttir

Miðarnir þúsund uppseldir

Stade de France tekur rúmlega 80.000 manns í sæti en óvíst er hve marga "follow your team“ miða Frakkar keyptu.

Bræður okkar ljónshjarta

Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin.

Íslenska á forsíðu Verdens Gang á morgun

Íslenska landsliðið á ekki aðeins forsíðuna á Verdens Gang, eins stærsta dagblaðsins í Noregi, heldur er íslenska tungan í aðalhlutverki á forsíðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×