Fótbolti

Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sex markaskorarar Ísland á EM.
Sex markaskorarar Ísland á EM.
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld.

Áður höfðu þeir Birkir Bjarnason, Gylfi Þór Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson og Arnór Ingvi Traustason skorað fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi.

Sex leikmenn hafa skorað þessi sex mörk íslenska liðsins en þeir eru allir auðvitað að keppa á sínu fyrsta EM og sínu fyrsta stórmóti. 26 prósent af mönnunum í íslenska hópnum hafa því kynnst þeirri tilfinningu að skora á stóra sviðinu.

Birkir Bjarnason jafnaði metin á móti Portúgal, Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi yfir á móti Ungverjalandi, Jón Daði Böðvarsson kom Íslandi yfir á móti Austurríki og Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið á móti Austurríki.

Ragnar Sigurðsson jafnaði metin á móti Englandi í sextán liða úrslitunum og Kolbeinn Sigþórsson kom íslenska liðinu síðan yfir.

Það eru aðeins Belgar sem hafa eignast fleiri markaskorara á Evrópumótinu til þessa en sjö Belgíumenn hafa skorað á EM í Frakklandi.

Belgarnir sem hafa skorað eru þeir: Romelu Lukaku (2 mörk), Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Yannick Carrasco, Eden Hazard, Radja Nainggolan og Axel Witsel.

Heimsmeistarar Þjóverja eru síðan í þriðja sæti með fimm markaskorara. Þjóðverjarnir sem hafa skorað eru Mario Gómez (2 mörk), Jérôme Boateng, Julian Draxler, Shkodran Mustafi og Bastian Schweinsteiger.

Mark númer 1 Birkir Bjarnason Mark númer 2 Gylfi Þór Sigurðsson Mark númer 3 Jón Daði Böðvarsson Mark númer 4 Arnór Ingvi Trautason Mark númer 5 Ragnar Sigurðsson Mark númer 6 Kolbeinn Sigþórsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×