Blaðamaður brjálaður útí flugfélögin íslensku Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 11:04 Atli Már vandar flugfélögunum íslensku ekki kveðjurnar og segir þau vera eitt stórt dollaramerki og standi ekki með þjóð sinni á ögurstundu. „Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
„Flug til Parísar á 150-250 þúsund? Ég veit alveg þetta með framboð og eftirspurn en common. Við fáum þvílíkan meðbyr úti um allan heim en lendum í mótvind þegar það kemur að WOW og Icelandair. Ég myndi ekki fyrir mitt litla líf versla við þessi flugfélög nema ég væri einfaldlega tilneyddur,“ skrifar Atli Már Gylfason blaðamaður.Stoltur styrktaraðili Atli Már er einn þeirra þúsunda manna sem fylgist grannt með gangi mála og gengi Íslands á EM. Þó hann sé ánægður með það, í sjálfu sér, er hann hreint ekki ánægður með það sem snýr að því að komast til Frakklands. Hann skrifar harðorðan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hann vandar íslensku flugfélögunum ekki kveðjurnar. Atli Már er staddur úti en segist hafa fundið sér aðrar leiðir þangað en með íslensku flugfélögunum. „Eitt segist „flugfélag fólksins“ en hitt „stoltur“ styrktaraðili íslenska landsliðsins – þessi slagorð eru jafn innihaldslaus og yfirlýsingar Ronaldo eftir leikinn við Portúgal. Það getur vel verið að þessi flugfélög bjóði upp á ódýr fargjöld af og til en þegar það reynir á þá eru þau ekkert nema eitt stórt dollaramerki.“Vilja græða á góðu gengi liðsins Atli Már hvetur vini sína á Facebook til að finna aðrar leiðir, fjölmörg flugfélög fljúgi frá Keflavíkurflugvelli í allar áttir, og þau flugfélög séu ekki að reyna að mokgræða á Íslendingum. „Íslendingarnir hérna úti tala fallega um allt og alla nema íslensku flugfélögin – þá hef ég bent fjölmörgum útlendingum á það hér í Frakklandi, sem spennt eru fyrir landi og þjóð, að hægt sé að fljúga til fyrirheitna landsins með öðrum leiðum en að nýta sér þjónustu WOW og Icelandair.“Einn vina Atla Más á Facebook birti þessa mynd á athugasemdakerfi hans.Færsla Atla Más hefur vakið mikla athygli og eru margir til að lýsa sig sammála orðum blaðamannsins knáa og afdráttarlausa. Einn þeirra sem leggur orð í belg er Jón Gunnar Benjamínsson sem birtir meðfylgjandi mynd og skrifar: „Svona leit farið heim frá Nice út með Wow Air með handfarangursheimild. Normal verð: 14.000. Taktu eftir því að þarna er u.þ.b. helmingur sætanna laus.“ Vísir er nú að leita svara hjá flugfélögunum um þróun á flugmiðaverði, en víst er mörgum er brugðið vegna hækkana á flugfargöldum; alltaf þá er fyrir liggur að nýr leikur sé í uppsiglingu.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira