Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2016 10:04 Peningar streyma nú í sjóði KSÍ og til leikmanna sjálfra. Grafík/Birgitta Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Sigurleikurinn gegn Englandi í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir króna í aðra hönd. Fréttablaðið fór ítarlega yfir fjármálahliðina nýverið, þá sem snýr að KSÍ. Liðið hefur nú þegar tryggt KSÍ og leikmönnum tvo milljarða sé litið til þess hvað hver leikur og áfangi gefur. Við það bætist að KSÍ fær ríflega milljarð króna með þátttöku einni á mótinu. Þetta fé kemur frá UEFA, og tengist að verulegu leyti sjónvarpsrétti. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir veltu KSÍ tvöfaldast á þessu ári út af mótinu. „Fyrirkomulag UEFA er í stuttu máli þannig að við fáum átta milljónir evra fyrir þátttökuna en við berum allan kostnaðinn sjálfir við hana. Allt sem við gerum hér í Frakklandi er greitt af sambandinu og sá kostnaður er gríðarlegur.“ Ef svo fer að Íslandi takist að leggja Frakka bætast 550 milljónir við heildarsummuna. Og, menn þora varla að hugsa svo langt, en Íslendingar taka auðvitað bara einn leik í einu: Evrópumeistarar í fótbolta um 1.110 milljónir fyrir sigurleikinn og silfurverðlaunahafarnir um 688 milljónir króna. Á móti kemur kostnaður vegna þátttökunnar, sem er verulegur. Og 300 milljónir renna til aðildarfélaga KSÍ. Þá er til staðar afrekskerfi fyrir leikmenn liðsins og þjálfara og rennur stór hluti þessara tekna til liðsins sjálfs. Leikmenn fengu í kringum tvær milljónir króna fyrir hvort jafntefli í riðlakeppninni og fjórar milljónir fyrir sigurinn á Austurríki. Fyrir leikinn gegn Englandi hafði því hver leikmaður fengið í kringum átta milljónir króna í sinn hlut. Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru beingreiðslur, en víst er að þetta eykur mjög virði hvers leikmanns, sem eru í töluvert betri aðstöðu til að semja við sín félagslið og möguleika í tengslum við risaauglýsingasamninga.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira