Ragnar: Drullusama hverjir þeir eru Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júní 2016 21:22 Ragnar var valinn maður leiksins af UEFA. vísir/epa Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ragnar Sigurðsson átti frábæran leik í hjarta varnarinnar þegar Ísland sló England úr leik í 16-liða úrslitum á EM 2016 í Nice í kvöld. Ragnar, sem lék sinn sextugasta landsleik í kvöld, skoraði jöfnunarmark Íslands á 6. mínútu og átti magnaðan leik í vörninni og sýndi stórstjörnum enska liðsins litla virðingu. „Það þýðir ekkert í svona leikjum, þótt þetta séu gaurar sem maður horfir á í sjónvarpinu. Þegar maður kemur í svona leik gefur maður allt sem maður á og mér er drullusama hverjir þeir eru,“ sagði Ragnar, hreinskilinn að vanda, í samtali við Pétur Marteinsson í Sjónvarpi Símans.Sjá einnig: Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir Íslenska liðið fékk stórkostlegan stuðning í leiknum kvöld og Ragnar segir hann hafa skipt sköpum. „Þetta er geðveikt, þetta er tólfti maðurinn og hjálpar okkur svakalega mikið,“ sagði Ragnar sem var nálægt því að skora annað mark með hjólhestaspyrnu í seinni hálfleik en Joe Hart varði frá miðverðinum sterka. „Þetta var ótrúlegt, þetta fór beint í hann,“ sagði Ragnar og bætti því við að íslensku strákarnir væru hvergi nærri hættir en þeir mæta Frökkum á Stade de France í síðasta leik 8-liða úrslitanna á sunnudaginn kemur. „Þetta gekk mjög vel. Mér fannst þeir ekki skapa neitt,“ sagði Ragnar Sigurðsson, maður leiksins er Ísland vann England, 2-1, í kvöld, á blaðamannafundi eftir leikinn. „Eina færið sem ég man eftir var þegar að Kane fékk boltann á fjær og skallaði á Hannes. En annars voru þetta bara fyrirgjafir sem við komum í burtu, langskot sem fóru framhjá eða skot sem Hannes tók.“ „Ég var ekki stressaður. Kannski ekki fyrr en í lokin þegar þetta var orðið svolítið þungt og maður var orðinn þreyttur.“ Hann segir nauðsynlegt að íslensku leikmennirnir misstu aldrei trúna á verkefninu. „Englendingar héldu að þetta yrði „walk in the park“ og þeir litu niður á okkur.“ „Mig hefur lengi dreymt um að spila gegn enska landsliðinu og ég er feginn að það gerðist í dag. Ekki þegar við gátum ekkert. Þetta er besta lið sem við höfum verið með.“ Hann býst við erfiðum leik gegn Frakklandi í 8-liða úrslitum keppninnar. „Ég býst við góðu liði. Svipuðu liði og Englandi. Frakkland hefur ekki sýnt sitt besta enn á mótinu en ekki við heldur. Ekki England heldur. Við viljum dóminera meira og vera meira með boltann.“ Hann segir að enska liðið hafi byrjað vel. „Þeir komu inn í leikinn af miklu krafti. Skoruðu snemma en jöfnunarmarkið kom þeim á óvart. Svo þegar við skoruðum aftur, þá kom smá örvænting í þá.“ „Enda höfum við sýnt að það er ekki auðvelt að skora mörk á Íslandi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira