Innlent

„Við unnum þá í þessu Þorskastríði og hljótum að standa í þeim í þessum fótboltaleik“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi ágæti starfsmaður á Landspítalanum rifjaði upp Þorskastríðin.
Þessi ágæti starfsmaður á Landspítalanum rifjaði upp Þorskastríðin.
Starfsfólk Landspítalans er á einu máli. Strákarnir okkar í karlalandsliði Íslands í knattspyrnu fer áfram í átta liða úrslitin með sigri á Englendingum í Nice í kvöld. Það er bara spurning um hvernig Íslendingar sigra.

Í myndbandinu að neðan eru starfsmennirnir spurðir út í stórleikinn í kvöld á Allianz Riviera sem hefst klukkan 19 að íslenskum tíma. Líklegt má telja að fáir verði á ferli á Íslandi á meðan á leik stendur.

Sumir telja að kvöldið í kvöld verði augnablik Gylfa Þórs Sigurðssonar og aðrir eru handvissir um að sigur í vítaspyrnukeppni verði örlög okkar manna. Þá rifjar ein um Þorskastríðin.

 

Starfsfólk Landspítala hvetur okkar menn í Frakklandi from Landspítali on Vimeo.


Tengdar fréttir

Eggert: Við vinnum England í vító

Eggert Magnússon, fyrrum formaður KSÍ, hefur verið kaffærður með hamingjuóskum eftir velgengni íslenska liðsins á EM.

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×