Fótbolti

Rooney: Íbúafjöldi Íslands bara tala

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Mikið hefur verið gert úr þeirri staðreynd að jafn fámenn þjóð og Ísland eigi lið í úrslitakeppni EM í knattspyrnu, hvað þá í 16-liða úrslitum.

Ísland mætir Englandi í 16-liða úrslitum keppninnar í Nice á morgun og í dag var Wayne Rooney spurður á blaðamannafundi í dag hvort að það væri sérstaklega mikil press á enska liðinu að vinna þann leik, í ljósi þess hversu fámenn þjóð Ísland er.

„Það er pressa fyrir hvern leik. Ísland hefur staðið sig vel og það verður erfitt að brjóta þá niður. Við þurfum að gera okkar besta og þá sérstaklega að nýta færin okkar,“ sagði hann.

„Við berum virðingu fyrir Íslandi og það sem þeir hafa gert á mótinu. En íbúafjöldi er bara tala. Þetta verður sami fjöldi leikmanna inni á vellinum. Þannig er knattspyrnan sanngjörn.“

„Vonandi vinnum við. Ef við spilum okkar leik einbeitum okkur að því þá gerum við það. Við erum sannfærðir um að við getum unnið leikinn.“

„Við ætlum ekki að sýna Íslandi vanvirðingu. Við berum virðingu fyrir Íslandi.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Rooney: Gylfi er frábær leikmaður

Wayne Rooney sagði á blaðamannafundi að enska liðið þarf að óttast spyrnur Gylfa Þórs Sigurðssonar á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×