Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Bjarki Ármannsson skrifar 24. júní 2016 09:43 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Vísir/Einar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu upphaf að enn meiri breytingum. Íslendingar ættu í kjölfar útgöngunnar að hafa forgöngu um að nálgast Bretland og sýna að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi. Sem kunnugt er, ákváðu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær að ganga úr Evrópusambandinu eftir 43 ára veru. Rúmlega sextán milljónir greiddu atkvæði með því að ganga úr sambandinu en rúmlega sautján milljónir með því að fara. Sigmundur Davíð tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni og segir það söguleg tíðindi. Hann segist lengi hafa haft áhyggjur af eðli og þróun Evrópusambandsins. „Þetta er líka sögulegur viðburður vegna þess sem hann segir okkur um þróun stjórnmála á Vesturlöndum og vegna þess að þetta er upphafið að enn meiri breytingum,“ skrifar Sigmundur Davíð. „Ég kveið árinu 1992 vegna þess að það ár stóð til að undirrita Maastricht-sáttmálann. Það gekk eftir og grunnur var lagður að evrunni og annarri samrunaþróun, sem að mínu mati var og er hættuleg.“ Sigmundur segist sérstaklega hafa haft áhyggjur af veru Bretlands í Evrópusambandinu, sem hann segir aldrei hafa passað þar inn. Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. Um leið þurfi þó að takast að standa vörð um samvinnu Evrópulanda og þar geti Ísland gegnt mikilvægu hlutverki. „Við bárum gæfu til að hverfa frá áformum um að ganga í ESB,“ skrifar hann. „Nú ættum við að hafa forgöngu um að nálgast Bretland fyrir okkar hönd og EFTA og sýna strax að vilji okkar standi til að viðhalda góðu samstarfi og byggja til framtíðar á góðri samvinnu og viðskiptum sjálfstæðra ríkja.“Færslu Sigmundar Davíðs í heild sinni má lesa hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Sjá meira
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Bretar kjósa að yfirgefa ESB Bretar hafa ákveðið að yfirgefa Evrópusambandið eftir 43 ára veru í sambandinu eftir sögulegar kosningar sem vafalaust munu hafa víðtækar afleiðingar. 24. júní 2016 06:30
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent