Afsakið, en hvað kostar þetta í kvenna-krónum? Elín Hirst skrifar 24. júní 2016 07:00 Launamunur kynjanna er til vansa í okkar samfélagi og hægt virðist miða í jafnréttisátt hvað þetta varðar. Enn ein staðfestingin er ný kjarakönnun BHM um kynbundinn launamun þar sem í ljós kom að laun kvenna þurftu að jafnaði að vera 11,7 prósent hærri á síðasta ári til að vera jöfn launum karla. Ef við notum tölurnar úr könnun BHM þá er fróðlegt að setja dæmið upp með öðrum hætti; tala einfaldlega um karla-krónur og kvenna-krónur. Því fyrir hverja eina krónu sem karlar fengu greidda fengu konurnar tæplega 90 aura fyrir sömu vinnu. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru. Það sama á auðvitað við um öll önnur útgjöld konunnar. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir að hún ætli að endurmeta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn launamuni kynjanna. Nýjustu tölur sýna því miður að alltof hægt miðar á þessu sviði. Ef til vill þurfum við að stíga djarfari skref, sem virkilega hrista upp í stöðnuðu kerfi og vekja fólk til umhugsunar. Mikilvægt í þessu sambandi er að minna stöðugt á þann óréttláta launamun kynjanna sem lifir svo góðu lífi í okkar samfélagi. Einnig hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að allt sé opið og gagnsætt hvað launamun kynjanna varðar. Ein hugmynd væri sú að verslanir færu að verðmerkja vörur bæði í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt eftir því hvort kynið á í hlut. Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti á 142 krónur eða 158 kvenna-krónur. Bílaumboð auglýstu: Fjögurra dyra fólksbíll, árgerð 2016 verð 5,2 milljónir eða 5,8 milljón kvenna-krónur. Fasteignaauglýsingin hljóðaði: 3 herbergja íbúð í vesturborginni, verð 37 milljónir króna eða 41 milljón kvenna-krónur. *Allar þessar tölur miðast við nýja kjarakönnun BHM á launamun kynjanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Hirst Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Launamunur kynjanna er til vansa í okkar samfélagi og hægt virðist miða í jafnréttisátt hvað þetta varðar. Enn ein staðfestingin er ný kjarakönnun BHM um kynbundinn launamun þar sem í ljós kom að laun kvenna þurftu að jafnaði að vera 11,7 prósent hærri á síðasta ári til að vera jöfn launum karla. Ef við notum tölurnar úr könnun BHM þá er fróðlegt að setja dæmið upp með öðrum hætti; tala einfaldlega um karla-krónur og kvenna-krónur. Því fyrir hverja eina krónu sem karlar fengu greidda fengu konurnar tæplega 90 aura fyrir sömu vinnu. Þetta þýðir á mannamáli að þegar konur fara út í búð að versla fyrir launin sín þurfa þær í raun að greiða hærra verð en karlarnir fyrir hverja einustu vöru. Það sama á auðvitað við um öll önnur útgjöld konunnar. Í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar segir að hún ætli að endurmeta þær aðferðir sem notaðar hafa verið í baráttu fyrir jafnrétti kynjanna með það að markmiði að bæta árangur á sviði jafnréttismála og vinna gegn launamuni kynjanna. Nýjustu tölur sýna því miður að alltof hægt miðar á þessu sviði. Ef til vill þurfum við að stíga djarfari skref, sem virkilega hrista upp í stöðnuðu kerfi og vekja fólk til umhugsunar. Mikilvægt í þessu sambandi er að minna stöðugt á þann óréttláta launamun kynjanna sem lifir svo góðu lífi í okkar samfélagi. Einnig hlýtur það að vera sjálfsögð krafa að allt sé opið og gagnsætt hvað launamun kynjanna varðar. Ein hugmynd væri sú að verslanir færu að verðmerkja vörur bæði í karla- og kvennakrónum til þess að glöggt megi sjá hvað varan kostar miðað við kaupmátt eftir því hvort kynið á í hlut. Þannig mætti hugsa sér að matvöruverslun verðmerkti 1 lítra af mjólk með tvennum hætti á 142 krónur eða 158 kvenna-krónur. Bílaumboð auglýstu: Fjögurra dyra fólksbíll, árgerð 2016 verð 5,2 milljónir eða 5,8 milljón kvenna-krónur. Fasteignaauglýsingin hljóðaði: 3 herbergja íbúð í vesturborginni, verð 37 milljónir króna eða 41 milljón kvenna-krónur. *Allar þessar tölur miðast við nýja kjarakönnun BHM á launamun kynjanna. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun