Allt sem þú þarft að vita til að komast til Nice Bjarki Ármannsson skrifar 23. júní 2016 10:30 Daniel Sturridge og félagar í enska landsliðinu bíða Íslendinga í Nice. Vísir Aðsókn í flugferðir frá Íslandi til Nice í Frakklandi um helgina hefur snaraukist frá því að Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark á síðustu mínútu í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumóti karla í knattspyrnu í gær. Markið tryggði Íslandi leik gegn Englandi í sextán liða úrslitum sem fram fer í Nice næsta mánudag.Wow air er eina íslenska flugfélagið sem flýgur til frönsku strandborgarinnar að staðaldri. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, eru örfáir miðar eftir í flugið til Nice síðdegis á sunnudeginum og flugfélagið vinnur í því að bæta við flugferð sem færi á sunnudagsmorgninum. „Það seldist mjög fljótt upp í flugið á sunnudaginn eftir leikinn en það er semsagt búið að stækka þessa vél núna,“ segir Svanhvít. „Þannig að það eru einhver sæti laus til sölu. Það selst sjálfsagt líka mjög fljótt upp.“ Svanhvít segist ekki geta sagt til um það að svo stöddu hvenær hægt verði að kaupa miða í flugið á sunnudagsmorgninum. Hún minnir á að Wow flýgur einnig reglulega til Parísar og Lyon í Frakklandi.Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur einnig komið beinu flugi til Nice í sölu. Flogið verður út að morgni sunnudags og heim til Íslands um hádegi á þriðjudag.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum í gær.Vísir/VilhelmÞá er Icelandair sömuleiðis að skoða möguleikann á því að bjóða upp á beint flug til Nice á næstu dögum eftir fjölmargar fyrirspurnir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið muni láta vita af því um leið ef það reynist mögulegt að bjóða upp á beint flug en minnir þó einnig á ferðir flugfélagsins til Parísar, Lundúna og fleiri borga þaðan sem hægt er að koma sér áfram til Nice. Það kostar vissulega sitt að stökkva til Frakklands, vinsælasta ferðamannalands heims, með örfárra daga fyrirvara um hásumar á meðan stærsta knattspyrnumót sumarsins stendur yfir. Þannig varð veruleg hækkun á miðaverði í flugferð Wow til Nice áður en það seldist upp og gerðu sumir athugasemd við það á Facebook-síðu fyrirtækisins.Sparsamir knattspyrnuáhangendur gætu þannig ef til vill frekar hugsað sér að púsla saman flugferð með ferðasíðum á borð við hina íslensku Dohop eða flugferðaleit Google þar sem fljótlega má finna ferðir fram og til baka á undir fimmtíu þúsund krónum, sé millilent í til dæmis Vín, Genf, München og svo framvegis. Þór Bæring, framkvæmdastjóri Gaman Ferða, var gestur útvarpsþáttarins Brennslunnar í morgun en þar sagði hann vefsíðu fyrirtækisins hafa hrunið í gær vegna mikils álags frá fótboltaþyrstum Íslendingum. Allianz Riviera-leikvangurinn í Nice, þar sem leikmenn á borð við hinn fima Hatem Ben Arfa leika reglulega listir sínar, tekur aðeins um 35 þúsund manns í sæti. Benti Þór á að enginn tiltekinn miðafjöldi er eyrnamerktur Íslendingum, líkt og er í riðlakeppninni. Hin einfalda regla „Fyrstir koma, fyrstir fá“ verður í gildi þegar miðasalan hefst. Miðasalan hefst á heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu á hádegi í dag en „röð“ fyrir miðasöluna opnar kortéri fyrr. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir ESPN: Svona eru sigurlíkur strákanna okkar í sextán liða úrslitunum Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað saman sigurlíkur þjóðanna sextán sem eru komnar í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. 22. júní 2016 22:07 Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00 Englendingar á Twitter ánægðari með að fá Ísland í stað Portúgal Mark Arnórs Ingva Traustasonar færði Íslandi Englendinga í Nice. 22. júní 2016 18:28 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
Aðsókn í flugferðir frá Íslandi til Nice í Frakklandi um helgina hefur snaraukist frá því að Suðurnesjamaðurinn Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark á síðustu mínútu í leik Íslands og Austurríkis á Evrópumóti karla í knattspyrnu í gær. Markið tryggði Íslandi leik gegn Englandi í sextán liða úrslitum sem fram fer í Nice næsta mánudag.Wow air er eina íslenska flugfélagið sem flýgur til frönsku strandborgarinnar að staðaldri. Að sögn Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa Wow, eru örfáir miðar eftir í flugið til Nice síðdegis á sunnudeginum og flugfélagið vinnur í því að bæta við flugferð sem færi á sunnudagsmorgninum. „Það seldist mjög fljótt upp í flugið á sunnudaginn eftir leikinn en það er semsagt búið að stækka þessa vél núna,“ segir Svanhvít. „Þannig að það eru einhver sæti laus til sölu. Það selst sjálfsagt líka mjög fljótt upp.“ Svanhvít segist ekki geta sagt til um það að svo stöddu hvenær hægt verði að kaupa miða í flugið á sunnudagsmorgninum. Hún minnir á að Wow flýgur einnig reglulega til Parísar og Lyon í Frakklandi.Ferðaskrifstofan Heimsferðir hefur einnig komið beinu flugi til Nice í sölu. Flogið verður út að morgni sunnudags og heim til Íslands um hádegi á þriðjudag.Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Hannes Þór Halldórsson fagna íslenskra sigrinum í gær.Vísir/VilhelmÞá er Icelandair sömuleiðis að skoða möguleikann á því að bjóða upp á beint flug til Nice á næstu dögum eftir fjölmargar fyrirspurnir. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið muni láta vita af því um leið ef það reynist mögulegt að bjóða upp á beint flug en minnir þó einnig á ferðir flugfélagsins til Parísar, Lundúna og fleiri borga þaðan sem hægt er að koma sér áfram til Nice. Það kostar vissulega sitt að stökkva til Frakklands, vinsælasta ferðamannalands heims, með örfárra daga fyrirvara um hásumar á meðan stærsta knattspyrnumót sumarsins stendur yfir. Þannig varð veruleg hækkun á miðaverði í flugferð Wow til Nice áður en það seldist upp og gerðu sumir athugasemd við það á Facebook-síðu fyrirtækisins.Sparsamir knattspyrnuáhangendur gætu þannig ef til vill frekar hugsað sér að púsla saman flugferð með ferðasíðum á borð við hina íslensku Dohop eða flugferðaleit Google þar sem fljótlega má finna ferðir fram og til baka á undir fimmtíu þúsund krónum, sé millilent í til dæmis Vín, Genf, München og svo framvegis. Þór Bæring, framkvæmdastjóri Gaman Ferða, var gestur útvarpsþáttarins Brennslunnar í morgun en þar sagði hann vefsíðu fyrirtækisins hafa hrunið í gær vegna mikils álags frá fótboltaþyrstum Íslendingum. Allianz Riviera-leikvangurinn í Nice, þar sem leikmenn á borð við hinn fima Hatem Ben Arfa leika reglulega listir sínar, tekur aðeins um 35 þúsund manns í sæti. Benti Þór á að enginn tiltekinn miðafjöldi er eyrnamerktur Íslendingum, líkt og er í riðlakeppninni. Hin einfalda regla „Fyrstir koma, fyrstir fá“ verður í gildi þegar miðasalan hefst. Miðasalan hefst á heimasíðu Knattspyrnusambands Evrópu á hádegi í dag en „röð“ fyrir miðasöluna opnar kortéri fyrr.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir ESPN: Svona eru sigurlíkur strákanna okkar í sextán liða úrslitunum Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað saman sigurlíkur þjóðanna sextán sem eru komnar í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. 22. júní 2016 22:07 Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00 Englendingar á Twitter ánægðari með að fá Ísland í stað Portúgal Mark Arnórs Ingva Traustasonar færði Íslandi Englendinga í Nice. 22. júní 2016 18:28 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar færast yfir í innviðaráðuneytið Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Sjá meira
ESPN: Svona eru sigurlíkur strákanna okkar í sextán liða úrslitunum Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað saman sigurlíkur þjóðanna sextán sem eru komnar í sextán liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. 22. júní 2016 22:07
Sigurlaunin sæt á Stade de France í gær Íslenska landsliðið í fótbolta komst í 16 liða úrslit á Evrópumótinu í gær þegar strákarnir okkar unnu Austurríki, 2-1, á Stade de France. Eftir erfiðan leik voru það varamennirnir sem innsigluðu sigurinn í stærsta leik liðsins frá upphafi. 23. júní 2016 06:00
Englendingar á Twitter ánægðari með að fá Ísland í stað Portúgal Mark Arnórs Ingva Traustasonar færði Íslandi Englendinga í Nice. 22. júní 2016 18:28