Kristinn Jak: Fáum góðan dómara í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. júní 2016 13:00 Kristinn er bláklæddur í dag, eins og gefur að skilja. Vísir/E. Stefán Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Kristinn Jakobsson, fyrrverandi knattspyrnudómari, verður meðal áhorfenda á leik Íslands og Austurríkis á EM í dag. Vísir rakst á hann fyrir utan Rauðu mylluna í dag þar sem stuðningsmenn Íslands komu saman í hádeginu í París. „Nú er maður bara að njóta,“ sagði Kristinn sem var sjálfur starfandi dómari á EM 2008 þegar keppnin fór fram í Austurríki og Sviss. Hann sá líka leik Íslands og Ungverjalands í Marseille á laugardag. „Það var meiriháttar. Svo höfum við verið að ferðast mikið um Frakkland og maður finnur stuðning við Ísland hvert sem maður kemur. Margir hafa Ísland sem sitt annað lið sem þeir halda með.“ Hann segist ekki losna við það að horfa á leiki með augum dómara og hann segist hafa haldið sambandi við þá dómara sem eru að starfa á EM. Hann er hrifinn af dómaranum sem dæmir leik Íslands og Austurríkis í dag, Pólverjanum Szymon Marciniak. „Þetta er yngsti dómarinn á mótinu [35 ára] og er fremstur meðal yngri dómara í evrópu. Hann byrjaði sjálfur sem leikmaður og var í hálfatvinnumennsku. Hann hefur því mikinn og góðan skilning á leiknum.“ „Hann hefur farið hratt upp stigann og verið að dæma stóra leiki í Meistaradeildinni. Ég á ekki von á öðru en að hann eigi góðan leik.“ Ísland má helst ekki við því að fá fleiri gul spjöld á mótinu þar sem að refsistig gætu ráðið mögulega úrslitum um hvort að Ísland fari áfram. „Hann er ekki spjaldaglaður dómari. Hann hefur eins og ég sagið mikinn skilning á leiknum og vill láta hann fljóta. Hann gefur bara spjöld þegar það er verðskuldað.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Sjá meira
Sumarmessan: Ísland gæti dottið úr leik á refsistigum Sumarmessan var að venju á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi en þar fóru Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Gunnleifur Gunnleifsson yfir leiki gærdagsins á EM í Frakklandi. 19. júní 2016 15:12