Glórulaus hagfræði Gunnars Alexanders! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 30. júní 2016 07:00 Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Betur má ef duga skal! segir Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur í grein sinni í Fréttablaðinu 24. júní sl. Þar hrósar hann yfirvöldum fyrir nýtt fangelsi á Hólmsheiði og hvetur stjórnvöld til þess að ganga enn lengra í refsikerfinu og fjölga plássum í öryggisfangelsinu á Litla-Hrauni. Gunnar telur að með því að fjölga plássum á Litla-Hrauni muni það lækka rekstrarkostnað fangelsisins og stytta biðlista. Einnig segir hann það ábyrgð samfélagsins að gæta fanga og auðvelda þeim komu aftur út í samfélagið sem betri mönnum. Þetta er auðvitað alveg glórulaus hugmynd, engan veginn til þess fallin að ná árangri og alfarið úr takti við áherslur fangelsisyfirvalda, stjórnvalda og félags fanga. Í dag eru Norðurlöndin, að Íslandi undanskildu, búin að taka upp betrunarstefnu. Þar fer lokuðum fangelsum fækkandi og ný opnari fangelsi gerð til að líkjast sem mest lífinu utan þeirra. Með tilkomu betrunarstefnunnar á Norðurlöndunum og opnari fangelsum hefur endurkomum í fangelsin fækkað. T.d. er endurkomutíðni í Noregi 16 prósent í opnum fangelsum og 24 prósent í lokuðum fangelsum. Á Íslandi – landi refsistefnunnar – eru um 80 prósent fangelsisplássa í lokuðum fangelsum eins og Litla-Hrauni og 50 prósent fanga á Íslandi koma aftur í fangelsi. Það þýðir að annar hver fangi kemur aftur í fangelsi. Þar setjum við okkur í sérflokk með Bandaríkjunum og Bretlandi og er ólíðandi árangur. Það verður að teljast afar ólíklegt að rekstrarkostnaður Litla-Hrauns verði lægri ef það yrði stækkað. Að öðru óbreyttu myndu einfaldlega fleiri fangar fara í gegnum refsikerfi í lokuðu fangelsi, endurkomum fjölga og glæpum fjölga. Það ber að hafa í huga að slíkt hefði einnig í för með sér aukið álag og kostnað hjá lögreglu, dómstólum og víða í heilbrigðiskerfinu. Allur þessi kostnaður hefur lækkað á Norðurlöndunum með tilkomu fleiri opinna fangelsa. Lokað fangelsi er dýrasta fangelsisúrræði sem til er og því augljóst að það sparar engan pening heldur þvert á móti eykur kostnað. Opin fangelsi eru líka sjálf mjög ódýr í byggingu og rekstri.Betrunarvist Úrræði líkt og opnu fangelsin hafa ekki bara minnkað endurkomur í fangelsin heldur einnig hjálpað svo mörgum föngum og fjölskyldum þeirra að ná tökum á lífinu og gert þeim kleift að greiða eitthvað til baka til samfélagsins, t.d. í formi skatta. Nám, verknám, starfsþjálfun, betri samskipti við fjölskyldu, innihaldsrík atvinna, meðferðir og eftirfylgni er það sem skiptir mestu máli í betrun. Þetta eru atriði sem fækkar föngum og um leið allan kostnað í fangelsiskerfinu. Þá er auðvitað ótalið eitt stærsta atriðið, sem er að brotaþolendum fækkar. Það hlýtur því að vera aðalmarkmiðið með fangelsisrefsingum að fækka glæpum, endurkomum og brotaþolendum, sem og að minnka kostnað og álag á kerfinu og koma einstaklingunum heilum og betri út aftur til að taka þátt í samfélagi manna. Það blasir við að næstu skref í fangelsismálum eru að fjölga opnum úrræðum og taka upp betrunarvist. Ekki fara fleiri áratugi aftur í tímann og byggja enn fleiri steypugeymslur fyrir mannverur sem skila engum betri út aftur. Nei, það er nóg komið og tími til þess kominn að hagfræðingar eins og Gunnar kynni sér raunverulega hvað er að gerast í fangelsismálum á Íslandi og reikni svo út hvað hægt er að spara mikið í öllu samfélaginu ef komið verði á kerfi sem hjálpar mönnum að takast á við lífið og geri þeim kleift að vera virkir samfélagsþegnar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar