Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2016 14:45 En stuðningurinn var samt magnaður eins og alltaf. vísir/vilhelm Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira
Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Sjá meira