Innlent

Íslensku lögreglumennirnir í stjórnstöðinni orðnir einmana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hefur mannað sérstaka stjórnstöð í Frakklandi.
Lögreglan hefur mannað sérstaka stjórnstöð í Frakklandi. Vísir/AFP
Vaktin hefur verið löng hjá íslensku lögreglumönnunum sem fengu það hlutverk að standa vaktina í Frakklandi á Evrópumótinu. Lögreglufulltrúar allra þáttökuþjóða mönnuðu sérstaka stjórnstöð en aðeins eru fimm lið eftir í keppninni og því hefur fækkað mikið í henni. Enn standa íslensku lögreglumennirnir þó vaktina.

„Það er farið að fækka ansi mikið hérna og við erum bara orðnir hálf einmana hérna,“ segir Tjörvi Einarsson, einn þeirra lögreglumanna sem fóru til Frakklands, í gamansömum tóm. „Við erum búnir að sjá það það út að við verðum bara tveir eftir og erum að reyna að tryggja okkur betri sæti hérna, nálægt kaffivélinni.

Tjörvi segir að spenningurinn fyrir leik Íslands og Frakklands í kvöld sé orðinn mikill og stemmningin í París, sem er troðfull af Íslendingum, sé gríðarleg.

„Við erum búnir að vera að grínast með það að það verði aukin sala á gervinöglum á Íslandi í dag, það verði allar neglur búnar eftir leikinn,“ segir Tjörvi sem reiknar þó rólegu kvöldi enda hafa íslensku stuðningsmennirnir verið til fyrirmyndar og vakið athygli fyrir háttsemi sína og gleði, svo mikið að áhættumatið er lækkað þegar Ísland spilar leik.

Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður spilaður á þjóðarleikvangi Frakka, Stade de France. Undir er leikur gegn Þjóðverkum í undanúrslitum EM.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×