Mikil hræðsla greip um sig á svæðinu ef marka má færslur fólks sem var á svæðinu á Twitter. Þannig setti Guðjón Baldvinsson, knattspyrnumaður í Stjörnunni, inn færslur á Twitter frá aðdáendasvæðinu þar sem hann segir litla sprengingu hafa orðið á svæðinu og í kjölfarið hafi orðið algjört uppþot á staðnum.
Það varð lítil sprenging á fanzone og það varð algjört uppþot! Menn hlupu yfir girðingar og maður varð næstum undir troðningnum! Svakalegt!!
— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) July 2, 2016
Fólk hélt að þetta væri hryðjuverk en þetta var bara false alarm, roooosleg hræðsla og fanzone-ið er tómt
— Guðjón Baldvinsson (@Gauib) July 2, 2016
Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin og velti viðmælandi Vísis því fyrir sér hvernig einhver hafi komist með flugelda inn á svæðið.