Fótbolti

Aron: Hef það gott sem fyrirliði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Vilhelm
Aron Einar Gunnarsson segir að hann þurfi ekki að gera mikið sem fyrirliði íslenska landsliðsins og að hann hafi það gott að því leyti.

„Ég þarf ekki að hvetja þennan hóp af leikmönnum áfram. Það er ekki margt sem ég þarf að segja fyrir leiki,“ sagði Aron Einar á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær.

„Þessir tveir [Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson] hafa haldið liðinu þéttu og við erum þéttur hópur. Við höfum spilað saman lengi, allt frá því í yngri landsliðunum og erum allir vinir. Þannig á það að vera. Við erum tilbúnir að berjast hver fyrir aðra. Við gefumst aldrei upp og höldum alltaf áfram.“

Sjá einnig: Sjáðu blaðamannafund strákanna á Stade de France í heild sinni | Myndband

Lars Lagerbäck greip svo orðið á blaðamannafundinum og hrósaði Aroni Einari fyrir hversu góður hann er í sínu fyrirliðahlutverki, í búningsklefanum en fyrst og fremst inni á vellinum.

„Hann er leiðtogi inni á vellinum og það er mikilvægt fyrir fyrirliða. Maður sér líkamstjáninguna hans, hvernig hann leiðbeinir öðru og fleira slíkt. Það er gott fyrir fyrirliða.“

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Hittir beint í hjartastað

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson missti af fæðingu sonar síns þegar íslenska landsliðið var á leið á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×