„Ég vorkenndi þeim mikið því þeir voru svo sveittir og heitt,“ segir Gróa sem fann til með strákunum okkar. Hvað langar mann í þegar manni er heitt? Margir myndu vafalítið svara þeirri spurningu með ís. Góa er ein þeirra og okkar kona gekk greiðlega til verks.

„Ég var mjög hissa að ég hefði strax náð sambandi við hann,“ segir Góa enda taldi hún þjálfarann mjög upptekinn, sem hann vafalítið er. Góa og Heimir áttu fínt símtal þar sem hún bar upp hugmyndina við hann.
„Ég hélt ég gæti lagt peninginn fyrir ísnum inn á reikning hjá honum og hann tekið út í evrum,“ segir Góa. Þau hafi einnig rætt um að fólk ætti á hættu að fá hjartaáfall yfir leikjum landsliðsins, þeir væru svo spennandi, en það hefði sem betur fer ekki komið fyrir hana.
„Ég fékk aðra ruglaða hugmynd,“ segir Góa og hlær.
Heimir hafi brugðist vel við símtalinu og fundist hugmyndin góð.
„Nema það að hann vildi ekki að ég færi að leggja þetta inn á hans reikning,“ segir Góa. Þau voru þó ekki í neinum erfiðleikum með að finna lausn á málinu.

„Ég hringdi í Icelandair en var þar beðin um að ýta á einn og var svo flutt áfram en ekkert gerðist. Ég gafst bara upp,“ segir Góa. Hún ætlar sér þó að ganga frá greiðslunni við Vildarbörn eins og samið var um við Heimi og væri því ekki óvitlaust fyrir fulltrúa Vildarbarna að hafa samband við Góu. Líkt og númerið hans Heimis, þá má finna símanúmer Halldóru í símaskránni.
Strákarnir okkar mæta Frökkum á Stade de France á sunnudaginn og Góa hefur tröllatrú á sigri okkar manna.
„Ég trúi því, að sjálfsögðu.“
Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).