Íslenski boltinn

KR með þremur mörkum meira í Evrópudeildinni en í Pepsi-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kennie Knak Chopart er búinn að skora jafnmörg mörk í deild og Evrópukeppni.
Kennie Knak Chopart er búinn að skora jafnmörg mörk í deild og Evrópukeppni. Vísir/Anton
Sóknarleikur KR-liðsins er bitlaus í Pepsi-deildinni en allt aðra sögu er að segja af leikjum liðsins í Evrópukeppninni í sumar.

KR-liðið hefur skorað 11 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í forkeppni Evrópudeildarinnar, fyrst átta mörk í tveimur leikjum við norður-írska félagið Glenavon og svo þrjú mörk í fyrri leiknum á móti svissneska liðinu Grasshopper í gær.

KR-liðið er því með 3,7 mörk að meðaltali í Evrópudeildinni til þesss í ár og hefur jafnframt skorað þremur mörkum í þremur leikjum í Evrópu en í tíu leikjum heima í Pepsi-deildinni.

Sjá einnig:Sjáðu Evrópu-markasúpuna í vesturbænum

Willum Þór Þórsson hefur stýrt KR-liðinu í öllum þremur Evrópuleikjunum en þrír af fyrstu fjórum leikjum hans með liðið hafa verið í Evrópudeildinni.

KR tókst ekki að skora í eina deildarleik sínum til þessa undir stjórn KR og hefur aðeins skoraði 2 mörk í síðustu 4 leikjum sínum í Pepsi-deildinni.

Sjá einnig:Garðar Gunnlaugsson er búinn að skora meira en allt KR-liðið til samans

Framherjarnir Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen sem enn eiga eftir að skora mark í Pepsi-deildinni hafa nú skorað saman fimm mörk í Evrópudeildinni.

Morten Beck Andersen kom inná sem varamaður í gær og skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Hann er markahæstur KR-inga í Evrópukeppninni í ár með þrjú mörk.  

Sjá einnig:Öll hin ellefu lið Pepsi-deildarinnar hafa nú skorað meira en KR



Markaskorarar KR í Evrópukeppninni:

Morten Beck Andersen 3

Hólmbert Aron Friðjónsson 2

Kennie Knak Chopart 2

Óskar Örn Hauksson 2

Pálmi Rafn Pálmason 1

Denis Fazlagic 1

Samanlagt: 11 mörk í 3 leikjum

Meðaltal: 3,7 mörk í leik

Markaskorarar KR í Pepsi-deildinni:

Kennie Knak Chopart 2

Óskar Örn Hauksson 2

Denis Fazlagic 1

Indriði Sigurðsson 1

Michael Præst 1

Pálmi Rafn Pálmason 1

Samanlagt: 8 mörk í 10 leikjum

Meðaltal: 0,8 mörk í leik




Fleiri fréttir

Sjá meira


×