Vill sjá Birki Bjarnason í enska úrvalsdeildarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2016 09:00 Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Hull City er komið upp í ensku úrvalsdeildina og þarf að styrkja sig fyrir átökin á komandi tímabili. Blaðamaður staðarblaðsins í Hull er búinn að finna fimm leikmenn sem honum finnst ættu að vera á innkaupalistum og við Íslendingar þekkjum einn þeirra mjög vel. Hull City var bara eitt ár í ensku b-deildinni en komst aftur upp í gegnum umspilið eftir að hafa endaði í fjórða sætinu í deildarkeppninni. Sammi Minion hjá Hull Daily Mail var að horfa á Evrópumótið í Frakklandi og sá þar fimm leikmenn sem myndu styrkja Hull City liðið á réttan hátt fyrir ensku úrvalsdeildina en fyrsti leikur liðsins er á móti Englandsmeisturum Leicester City 13. ágúst. Minion skrifaði grein um þessa fimm leikmenn. Leikmennirnir sem hann nefnir eru portúgalski hægri bakvörðurinn Cedric Soares, pólski framherjinn Arkadiusz Milik, portúgalski markvörðurinn Rui Patricio, velski miðjumaðurinn Joe Ledley og svo Birkir okkar Bjarnason. Soares spilar með enska úrvalsdeildarliðinu Southampton, Milik er hjá hollenska félaginu Ajax, Patricio spilar í marki Sporting CP í Portúgal og Ledley er liðsmaður Crystal Palace. Birkir Bjarnason er 28 ára gamall og er núverandi leikmaður svissnesku meistaranna í Basel. Blaðmaðuri Hull Daily Mail segir íslenska liðið hafa komið hvað mest á óvart á mótinu. Liðið vakti mikla athygli og Birkir er í hópi þeirra íslensku landsliðsmanna sem gætu verið komnir í nýtt félag fyrir haustið. Blaðamaður Hull Daily Mail bendir á það að íslenska liðið hafi spilað góðan varnarleik á mótinu en verið jafnframt með skapandi miðju og þar hafi komið sterkir inn leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og svo Birkir Bjarnason sem skoraði tvö mörk fyrir íslenska liðið á EM í Frakklandi. Birkir er sagður vera kominn með reynslu af evrópskum fótbolta eftir bæði Evrópukeppni með Basel og íslenska landsliðinu og að íslenski leikstíllinn og ákveðni hans sjá til þess að Birkir muni örugglega ekki eiga í neinum vandræðum með að spila í hinni líkamlega krefjandi ensku úrvalsdeild. Birkir er líka sagður tileinka sér rétta hugarfarið sem þarf til að ná árangri þótt að fáir hafi trú á þér og ætti að geta hjálpa Hull City að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Það er hægt að sjá alla greinina og þar með umfjöllunina um hina fjóra leikmennina með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30 Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30 Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23 Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44 Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30 Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Strákarnir fullir af þakklæti: „Það rosalegasta sem ég hef tekið þátt í!“ Landsliðsmennirnir þakka fyrir sig á samfélagsmiðlunum. 5. júlí 2016 15:30
Sæti strákanna okkar á listanum yfir markahæstu menn EM Sex leikmenn skoruðu fyrir Ísland á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir úrslitaleikinn í gær er ljóst í hvaða sætum þeir enduðu á listanum yfir markahæstu menn keppninnar. 11. júlí 2016 09:30
Roma með Birki undir smásjánni Roma hefur áhuga á íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni að því er fram kemur á vefnum gazzettaworld.com. 6. júlí 2016 22:23
Ekkert að hugsa um tilboðið frá ASOS Birkir Bjarnason fékk óvænt tilboð á meðan á leik Englands og Íslands stóð í sextán liða úrslitum. 30. júní 2016 09:44
Evra: Birkir Bjarnason heillaði mig gjörsamlega Patrice Evra var hrifinn af frammistöðu íslenska liðsins þegar það sló England úr leik í 16-liða úrslitum EM. 3. júlí 2016 12:30
Við getum klárað hvaða lið sem er í heiminum „Við erum í himnaríki,“ segir Birkir Bjarnason. 30. júní 2016 09:31