Ræða hertar skotvopnareglur Guðsteinn Bjarnason skrifar 25. júlí 2016 07:00 Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að verslunarmiðstöðinni í München, þar sem átján ára piltur myrti níu manns á föstudaginn, til að minnast hinna látnu. Nordicphotos/AFP Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Flestir þeirra níu, sem hinn átján ára gamli Ali Sonboly myrti í skotárás í München á föstudag, voru á aldrinu 13 til 19 ára. Einungis einn var þýskur að uppruna, hinir voru af tyrkneskum eða arabískum uppruna. Einn þeirra, grískur piltur að nafni Huseyin Dayicik, bjargaði tvíburasystur sinni með því að kasta sér fyrir hana, en féll sjálfur fyrir byssuskoti frá Sonboly. Í gær voru 27 manns enn á sjúkrahúsi vegna meiðsla, þar af tíu í lífshættu. Árásarmaðurinn er sagður hafa undirbúið árásina í heilt ár, en í Þýskalandi er nú meðal annars spurt hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir að hann gæti útvegað sér vopn til árásarinnar. „Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að takmarka aðgang fólks að vopnum og herða eftirlit,“ er í þarlendum fjölmiðlum haft eftir Sigmar Gabriel, varakanslara landsins, sem vill herða skotvopnalöggjöf landsins verulega. Sjálfur er Sonboly sagður hafa verið einrænn, þunglyndur og sætt einelti í skóla. Hann hafi haft einkennilegt göngulag og sérstæðan talanda, sem óspart var gert grín að honum fyrir. Nágrannar hans segjast hafa þekkt hann strax á göngulaginu á myndböndum, sem birtust af honum þar sem hann var að skjóta á fólk. Faðir hans þekkti hann einnig á myndbandinu og hafði þá strax samband við lögregluna. Hann var af írönskum uppruna en fæddur og uppalinn í München þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og systkinum. Hann er sagður hafa haft fjöldamorð á heilanum, þar á meðal hryðjuverk Anders Behrings Breivik í Noregi fyrir fimm árum. Hann hafi líka farið til bæjarins Winnenden til að skoða vettvang fjöldamorða í skóla, þar sem sautján ára piltur myrti 15 manns í skotárás árið 2009. Lögreglan segir að í tölvu hans hafi fundist einhvers konar yfirlýsing, en vildi ekki upplýsa nánar um innihald hennar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Tengdar fréttir Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11 Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Sjá meira
Þjóðverjar kalla eftir hertri vopnalöggjöf Varakanslari Þýskalands segir nauðsynlegt að grípa til allra hugsanlegra aðgerða til að takmarka aðgengi að skotvopnum. 24. júlí 2016 11:11
Sonboly skipulagði árásina í heilt ár Lögregla segir að árásarmaðurinn í München hafi komist yfir skammbyssuna með ólöglegum hætti á netinu. 24. júlí 2016 12:35