Pítsustaður fór fram á leigugreiðslu af óánægðum viðskiptavini Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2016 13:54 Gamla smiðjan í Lækjargötu. Vísir/Stefán Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu. Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Frank Arthur Blöndahl Cassata birti í gærdag skjáskot af Facebook-samskiptum sínum við forsvarsmenn pítsastaðarins Gömlu smiðjunniar þar sem hann kvartar yfir slælegri þjónustu staðarins og er í kjölfarið rukkaður um leigugreiðslu sem hann kannast lítið við að skulda. „Fékk vitlausa pöntun á Gömlu Smiðjunni um daginn, örugglega í tíunda skipti, kvartaði í gegnum facebook. Fékk svar núna mörgum vikum seinna þar sem ég var sakaður um að skulda þeim leigu,“ segir Frank í færslu sinni. Að neðan má sjá skjáskot af samskiptum Frank og forsvarsmanna staðarins, þar sem Frank er raunar kallaður Sighvatur. „Leiðinlegt að heyra Sighvatur, vona að pizzurnar hafi verið góðar.“ Og áfram heldur starfsmaður Gömlu smiðjunnar: „Fyrst ég er með þið hérna á línunni þá þætti mér vænt um ef þú borgaðir leiguna fyrir Vatnsnesveg 5.“ Frank segist aldrei á ævinni hafa leigt húsnæði og segir þetta vera einhvers konar hámörkun á lélegri þjónustu og dónaskap. Í athugasemdakerfi Frank tjáir sig starfsmaður Gömlu smiðjunnar og segir það óheppilegt að hafa ruglað Frank saman við annan náinn fjölskyldumeðlim. „[O]kkur þykir þetta afar leiðinlegt en mér finnst það bara svo undarlegt ef einhver fær vitlaust afgreiddar pizzur 10 skipti í röð og uppgötvar það í öll skiptin þegar hann er kominn heim og búinn að borða pizzuna. Því miður þá finnst mér þetta mjög einkennilegt en þess ber þó að geta að í 9 af þessu 10 skiptum þá voru hin meintu mistök i tíð fyrri eiganda,“ segir starfsmaður Gömlu smiðjunnar. Frank hafnar þessu og segir starfsmann pítsastaðarins vera að búa til hluti. „[É]g hef yfirleitt látið vita á staðnum þegar ég sæki að eitthvað sé að, aldrei þegar ég er búinn að borða pizzuna, þú ert að láta mig hljóma eins og ég sé að reyna að svindla útúr ykkur pizzur. Leggðu nú frá þér lyklaborðið.“ Áfram er haldið í athugasemdakerfinu og segist Frank nú auglýsa eftir áhugasömum kaupanda að kvikmyndaréttinum að málinu öllu.
Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira