Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna ölvunarláta íslenskrar konu í vél Primera Air Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. ágúst 2016 09:00 Eftir læti og tóm leiðindi lognaðist konan útaf í sæti sínu og rankaði að lokum við sér við lendingu. Vísir Farþegar í flugi Primera Air frá Alicante til Keflavíkur í fyrrakvöld urðu að sætta sig við læti í íslenskri konu sem hafði farið fram úr sér við drykkju og gott betur en það. Þegar ferðalagið var um hálfnað fór að bera á látunum í konunni sem ónáðaði fyrst og fremst fólkið í kringum sig en síðar urðu flestir ef ekki allir í vélinni vitni að framkomu konunnar. Sofandi börn vöknuðu grátandi og stóð sumum farþegum í vélinni ekki á sama þegar konan hafði sem hæst. Vandaði hún íslenskum bankamönnum og samfélaginu ekki kveðjurnar og gekk svo að neyðarútgangi þar sem spænskur flugfarþegi hindraði för hennar. Eftir læti og tóm leiðindi lognaðist konan útaf í sæti sínu og rankaði að lokum við sér við lendingu. Þar tóku íslenskir lögreglumenn frá Suðurnesjum á móti henni. Var notast við hjólastól vegna ástands konunnar. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti í samtali við Vísi að óskað hefði verið eftir aðstoð lögreglu vegna málsins. Konan hefði verið komin úr vélinni þegar lögreglumenn bar að garði og henni komið í hendur nánustu ættingja sem mættir voru til að sækja hana. Málinu væri lokið. Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
Farþegar í flugi Primera Air frá Alicante til Keflavíkur í fyrrakvöld urðu að sætta sig við læti í íslenskri konu sem hafði farið fram úr sér við drykkju og gott betur en það. Þegar ferðalagið var um hálfnað fór að bera á látunum í konunni sem ónáðaði fyrst og fremst fólkið í kringum sig en síðar urðu flestir ef ekki allir í vélinni vitni að framkomu konunnar. Sofandi börn vöknuðu grátandi og stóð sumum farþegum í vélinni ekki á sama þegar konan hafði sem hæst. Vandaði hún íslenskum bankamönnum og samfélaginu ekki kveðjurnar og gekk svo að neyðarútgangi þar sem spænskur flugfarþegi hindraði för hennar. Eftir læti og tóm leiðindi lognaðist konan útaf í sæti sínu og rankaði að lokum við sér við lendingu. Þar tóku íslenskir lögreglumenn frá Suðurnesjum á móti henni. Var notast við hjólastól vegna ástands konunnar. Lögreglan á Suðurnesjum staðfesti í samtali við Vísi að óskað hefði verið eftir aðstoð lögreglu vegna málsins. Konan hefði verið komin úr vélinni þegar lögreglumenn bar að garði og henni komið í hendur nánustu ættingja sem mættir voru til að sækja hana. Málinu væri lokið.
Fréttir af flugi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði