Nýútskrifaður og býður sig fram gegn sitjandi þingmanni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. ágúst 2016 14:42 Rúnar Gíslason mynd/sunna gautadóttir phtography „Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
„Ég býð mig fram vegna sannfæringar um að ég eigi erindi á þennan vettvang. Áhugi minn á samfélagsmálum er ólæknandi og í beinu framhaldi af því finnst mér það liggja ljóst fyrir að bjóða fram krafta mína,“ segir Rúnar Gíslason, tvítugur Borgfirðingur, í samtali við Vísi. Þrátt fyrir að vera ungur að árum og nýútskrifaður úr Menntaskóla Borgarfjarðar stendur Rúnar í prófkjörsbaráttu en hann stefnir á að leiða lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Rúnar tilkynnti í síðasta mánuði að hann stefndi á 1.-3. sæti í prófkjörinu. Þar ræðst hann ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur býður hann sig fram gegn sitjandi þingmanni flokksins, Lilju Rafney Magnúsdóttur. „Aldur er bara tala og í raun afstæður. Það er engin trygging fyrir því að maður batni með aldrinum nema maður sé viský eða koníak,“ segir Rúnar. „Það er mín trú að bæði flokkurinn og þingið græði á fjölbreytileikanum. Það er vonandi að fólk telji mig verðugan og veiti mér brautargengi í prófkjörinu.“ Aðspurður segir Rúnar að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi orðið fyrir valinu þar sem hann samsvari sér vel með þeirra stefnu og grunnhugsjón. Í ofanálag séu það menntamál, málefni ungs fólks og húsnæðismöguleikar þeirra sem hann brenni fyrir auk byggðamála og samgangna um landið. Einnig hyggst hann berjast fyrir því að allir eigi kost á gjaldfrjálsri heilbrigðisþjónustu. Yfir sumarmánuðina hefur starf flokksins í kjördæminu verið í hálfgerðum dvala enda margir í heyskap og aðrir í sumarfríum. Rúnar stefnir að því að tala við aðra frambjóðendur og kanna hvort ekki sé áhugi fyrir því að standa fyrir sameiginlegum framboðsfundum í kjördæminu. Sjálfur stendur hann fyrir framboðsfundi í sínu sveitarfélagi í kvöld. „Mig þyrstir í að sýna mig og stefnumál mín og vera meira en bara bak við lyklaborðið.“ Rúnar segir að framboð hans sé ekki gagnrýni á sitjandi þingmann. „Mér finnst að það ætti að vera sjálfsagt að bjóða sig fram. Það á enginn neitt í lýðræðinu. Lilja hefur verið í tvö kjörtímabil, staðið sig vel, látið í sig heyra og ég held að það sé ánægja með hennar störf. Maður á ekki að bjóða sig fram í pólitík af því að einhver gluggi opnast heldur af því maður hefur hugsjónir og ástríðu fyrir hlutunum,“ segir Rúnar að lokum. Prófkjör Vinstri grænna í kjördæminu hefst 31. ágúst og því lýkur viku síðar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira