Símon Birgisson gefur kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Kraganum Birta Svavarsdóttir skrifar 19. ágúst 2016 16:29 Símon Örn Birgisson Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“ Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Símon Birgisson, 31 árs Hafnfirðingur, býður sig fram í 3. sæti í forvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símoni í dag. Símon hefur komið víða við á íslenskum fjölmiðlum sem blaðamaður, pistlahöfundur og leiklistargagnrýnandi. Einnig var hann einn af stofnendum og síðar formaður Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði. Símon er menntaður leiklistarfræðingur og hefur unnið í leikhúsum á Íslandi, Þýskalandi og í Sviss. Hann hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaun fyrir leikrit ársins og starfar nú sem dramatúrg í Þjóðleikhúsinu. „Sterkur jafnaðarmannaflokkur er valkostur sem á að standa fólki til boða. Flokkur sem stendur vörð um hagsmuni almennings, velferðar-, mennta- og heilbrigðiskerfið. Flokkur sem ungt fólk og barnafjölskyldur geta treyst til að vernda hagsmuni kynslóðar sem upplifir skert lífskjör og skuldasöfnun.“ segir Símon í tilkynningunni. Þá segist hann ætla að leggja áherslu á að laga þann húsnæðisvanda sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag, sem og leggja rækt við menningu og listir. „Ég ætla að leggja mitt af mörkum verði ég kosinn til að breyta okkar kerfi þannig að ungt fólk sé ekki fast í vítahring skulda og leigu. Því miður eru margir sem gefast upp og flytja í burtu frá Íslandi og það er mikill skaði fyrir okkur sem samfélag og þjóð.“ „Menningin á það til að gleymast í pólitíkinni og fær lítið pláss í stefnuskrám stjórnmálaflokka eða framboðstilkyningum – sem er synd því í menningunni birtist sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Menningin dregur ferðamenn til landsins, skapar störf og veitir ungu fólki tækifæri á erlendri grundu. Menningin er líka gagnrýnin, hún afhjúpar valdastéttir og hún sameinar okkur á erfiðum stundum. Hún er andleg næring sem verður ekki metin til fjár.“ „Ég veit að ég get lagt fjölmargt af mörkum þrátt fyrir að ég hafi ekki reynslu sem þingmaður. Það á heldur ekki að vera drifkraftur fólks – að sækjast eftir starfi þingmanns. Maður vill einfaldlega láta gott af sér leiða. Drifkrafturinn eru málefnin. Þegar maður sér óréttlætið og finnur hvernig kerfið bregst almenningi þá verður maður að taka til sinna mála.“
Kosningar 2016 X16 Suðvestur Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira