Hálfsannleikur, skreytni og skrökvísi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 19. ágúst 2016 11:20 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahgasráðherra, sýnir mér þann heiður að svara grein minni sem ég ritaði til hans í gær. Það gerir hann reyndar á Facebook, sem er kannski ekki skrýtið þar sem Bjarni virðist ekki bera neitt traust til fjölmiðla og telur þá tóma skel. Fyrir mann sem þannig hugsar er Facebook kannski besti vettvangurinn. Annars er Bjarni óvenju pirraður þessa dagana. Fyrirspurnum, ábendingum og tilmælum tekur hann yfirleitt með skætingi og yfirlæti, sem er kannski stundarfróun en gerir afskaplega lítið nema að sýna öllum hvað maður er pirraður. Og pirrað fólk er ekki sérlega skemmtilegt. Tungumál, þau eru hins vegar skemmtileg. Maður minn! Íslenskan geymir til að mynda ýmis hugtök um það að segja ekki satt, t.d. hvít lygi, hálfsannleikur, skreytni, skrök, lygimál, skáldskapur og meira að segja skrökvísi. Það er skemmtilegt orð. Þannig er hægt að segja satt, það er að segja orðin sem maður lætur út úr sér eru sönn, en samt segja ekki satt - af því að maður sleppir því að segja ákveðna hluti, lætur til dæmis eins og samhengi skipti engu máli. Já, á meðan ég man, Bjarni. Ég sagði þig ranglega í gær hafa gegnt formennsku í ákveðnum nefndum. Það var ósatt hjá mér. Ekki einu sinni hálfsannleikur, eða hvít lygi, einfaldlega ekki satt. Skrökvísi, svo við notum hið skemmtilega orð. Ég biðst afsökunar á því, það var ekki illa meint, ég treysti einfaldlega um of á brigðult minni mitt og þó ég fletti þessu upp tókst mér ekki að breyta því sem ég hafði skrifað. Aftur bið ég þig afsökunar á að hafa logið upp á þig þessum nefndarformennskum. (Sérðu hvað það er í raun afskaplega auðvelt að leiðrétta orð sín og biðjast afsökunar?)En aftur að hálfsannleiknum þínum. Þú tiltókst í ræðu þinni á mánudag að afgangur á fjárlögum yfirstandandi árs yrði meiri en allur uppsafnaður halli ríkissjóðs. Þetta áréttaðir þú á Facebook í gærkvöldi og sagðir enn á ný að þarna hefðir þú nú bara víst verið að segja satt. Ég ætla hins vegar að segja aftur að þú ert ekki að segja allan sannleikann. Og maður getur sagt ósatt með því að þegja yfir ákveðnum hlutum, þó svo að orðin sem út úr manni koma séu ein og sér sönn. Samhengið, manstu?Vinstri stjórnin tók við efnahagslífinu í rúst, eftir nærri 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Halli ríkissjóðs á fyrsta starfsári hennar, var um 140 milljarðar króna. Samanlagður halli áranna eftir hrun var mun meiri, en viðsnúningur vinstri stjórnarinnar í efnahagsmálum varð upp á um 200 milljarða króna. Og er þetta ekki eitthvað að gleðjast yfir? Væri ekki rétt að vera bara pínulítið montinn yfir þessum árangri í efnahagsstjórn, á þessum erfiðu tímum sem árin eftir hrun voru?En, nei. Bjarni telur að það þurfi engar skýringar að fylgja með þegar talað er um rekstrarhallann á ríkissjóði. Hann kvartar yfir því að ekki megi minnast á hve vel gangi í dag „án þess að sumt fólk fari í „en hér varð“ hrun gírinn,“ eins og Bjarni segir á Facebook í gær.Mikið er ég sammála honum um þann gír, hvað hann getur verið hvimleiður. En hann er þó hátíð við hliðina á þeim gír sem Bjarni, og reyndar stjórnarmeirihlutinn allur, er í, sumsé að láta bara eins og hér hafi ekki orðið neitt hrun. Að horfa bara blákalt á tölur á blaði og vera voða hissa yfir því að vinstri stjórnin hafi nú skilað halla í ríkisrekstrinum. Það er svona dálítið eins og Parísarbúi hefði gengið um stræti borgar sinnar 20. ágúst 1944 og kvartað yfir því að hér væri nú bara allt í drasli, voðalega hefur borgarstjórn staðið sig illa í götusópun.Samhengið, aftur.Staðreyndin er hins vegar sú að vinstri stjórnin skilaði 200 milljarða viðsnúningi á rekstri ríkisins. Það er ekki endilega nákvæm tala, en nær nokkurn veginn utan um það gat sem þurfti að stoppa í eftir efnahagshrunið.Bjarni Benediktsson tók við þeirri gjöf þegar hann settist í fjármálaráðuneytið. Ríkisrekstri í jafnvægi. Og hefur farið þannig með völdin að þrátt fyrir stöðugleikaframlögin, einskiptisaðgerð, hjakkar hann á sama stað ár eftir ár. Ef stöðugleikaframlögin hefðu ekki komið til, væri ríkisfjármálum að hraka hér verulega á ný.Það er af því að Bjarni og ríkisstjórnin ákváðu að afsala ríkinu mikilvægum tekjum, sem vinstri stjórnin hafði komið á og miðuðu sérstaklega að því að auka jöfnuð, með því að leggja gjöld á þau best stæðu til að standa undir mikilvægri opinberri þjónustu fyrir alla. Afnám auðlegðarskatts, lækkun veiðigjalda og lækkun tekjuskatts á tekjuháa hefur til að mynda minnkað tekjur ríkissjóðs um í kringum 30 milljarða króna. Á hverju ári. Það slagar hátt í 100 milljarðana á líftíma ríkisstjórnarinnar.Við skulum ekki útskýra allt og afsaka með því að hér hafi orðið hrun. En við skulum heldur ekki setja augnspeldin á okkur og láta eins og hér hafi ekki orðið hrun. Það er nefnilega hálfsannleikur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahgasráðherra, sýnir mér þann heiður að svara grein minni sem ég ritaði til hans í gær. Það gerir hann reyndar á Facebook, sem er kannski ekki skrýtið þar sem Bjarni virðist ekki bera neitt traust til fjölmiðla og telur þá tóma skel. Fyrir mann sem þannig hugsar er Facebook kannski besti vettvangurinn. Annars er Bjarni óvenju pirraður þessa dagana. Fyrirspurnum, ábendingum og tilmælum tekur hann yfirleitt með skætingi og yfirlæti, sem er kannski stundarfróun en gerir afskaplega lítið nema að sýna öllum hvað maður er pirraður. Og pirrað fólk er ekki sérlega skemmtilegt. Tungumál, þau eru hins vegar skemmtileg. Maður minn! Íslenskan geymir til að mynda ýmis hugtök um það að segja ekki satt, t.d. hvít lygi, hálfsannleikur, skreytni, skrök, lygimál, skáldskapur og meira að segja skrökvísi. Það er skemmtilegt orð. Þannig er hægt að segja satt, það er að segja orðin sem maður lætur út úr sér eru sönn, en samt segja ekki satt - af því að maður sleppir því að segja ákveðna hluti, lætur til dæmis eins og samhengi skipti engu máli. Já, á meðan ég man, Bjarni. Ég sagði þig ranglega í gær hafa gegnt formennsku í ákveðnum nefndum. Það var ósatt hjá mér. Ekki einu sinni hálfsannleikur, eða hvít lygi, einfaldlega ekki satt. Skrökvísi, svo við notum hið skemmtilega orð. Ég biðst afsökunar á því, það var ekki illa meint, ég treysti einfaldlega um of á brigðult minni mitt og þó ég fletti þessu upp tókst mér ekki að breyta því sem ég hafði skrifað. Aftur bið ég þig afsökunar á að hafa logið upp á þig þessum nefndarformennskum. (Sérðu hvað það er í raun afskaplega auðvelt að leiðrétta orð sín og biðjast afsökunar?)En aftur að hálfsannleiknum þínum. Þú tiltókst í ræðu þinni á mánudag að afgangur á fjárlögum yfirstandandi árs yrði meiri en allur uppsafnaður halli ríkissjóðs. Þetta áréttaðir þú á Facebook í gærkvöldi og sagðir enn á ný að þarna hefðir þú nú bara víst verið að segja satt. Ég ætla hins vegar að segja aftur að þú ert ekki að segja allan sannleikann. Og maður getur sagt ósatt með því að þegja yfir ákveðnum hlutum, þó svo að orðin sem út úr manni koma séu ein og sér sönn. Samhengið, manstu?Vinstri stjórnin tók við efnahagslífinu í rúst, eftir nærri 18 ára valdatíð Sjálfstæðisflokksins. Halli ríkissjóðs á fyrsta starfsári hennar, var um 140 milljarðar króna. Samanlagður halli áranna eftir hrun var mun meiri, en viðsnúningur vinstri stjórnarinnar í efnahagsmálum varð upp á um 200 milljarða króna. Og er þetta ekki eitthvað að gleðjast yfir? Væri ekki rétt að vera bara pínulítið montinn yfir þessum árangri í efnahagsstjórn, á þessum erfiðu tímum sem árin eftir hrun voru?En, nei. Bjarni telur að það þurfi engar skýringar að fylgja með þegar talað er um rekstrarhallann á ríkissjóði. Hann kvartar yfir því að ekki megi minnast á hve vel gangi í dag „án þess að sumt fólk fari í „en hér varð“ hrun gírinn,“ eins og Bjarni segir á Facebook í gær.Mikið er ég sammála honum um þann gír, hvað hann getur verið hvimleiður. En hann er þó hátíð við hliðina á þeim gír sem Bjarni, og reyndar stjórnarmeirihlutinn allur, er í, sumsé að láta bara eins og hér hafi ekki orðið neitt hrun. Að horfa bara blákalt á tölur á blaði og vera voða hissa yfir því að vinstri stjórnin hafi nú skilað halla í ríkisrekstrinum. Það er svona dálítið eins og Parísarbúi hefði gengið um stræti borgar sinnar 20. ágúst 1944 og kvartað yfir því að hér væri nú bara allt í drasli, voðalega hefur borgarstjórn staðið sig illa í götusópun.Samhengið, aftur.Staðreyndin er hins vegar sú að vinstri stjórnin skilaði 200 milljarða viðsnúningi á rekstri ríkisins. Það er ekki endilega nákvæm tala, en nær nokkurn veginn utan um það gat sem þurfti að stoppa í eftir efnahagshrunið.Bjarni Benediktsson tók við þeirri gjöf þegar hann settist í fjármálaráðuneytið. Ríkisrekstri í jafnvægi. Og hefur farið þannig með völdin að þrátt fyrir stöðugleikaframlögin, einskiptisaðgerð, hjakkar hann á sama stað ár eftir ár. Ef stöðugleikaframlögin hefðu ekki komið til, væri ríkisfjármálum að hraka hér verulega á ný.Það er af því að Bjarni og ríkisstjórnin ákváðu að afsala ríkinu mikilvægum tekjum, sem vinstri stjórnin hafði komið á og miðuðu sérstaklega að því að auka jöfnuð, með því að leggja gjöld á þau best stæðu til að standa undir mikilvægri opinberri þjónustu fyrir alla. Afnám auðlegðarskatts, lækkun veiðigjalda og lækkun tekjuskatts á tekjuháa hefur til að mynda minnkað tekjur ríkissjóðs um í kringum 30 milljarða króna. Á hverju ári. Það slagar hátt í 100 milljarðana á líftíma ríkisstjórnarinnar.Við skulum ekki útskýra allt og afsaka með því að hér hafi orðið hrun. En við skulum heldur ekki setja augnspeldin á okkur og láta eins og hér hafi ekki orðið hrun. Það er nefnilega hálfsannleikur.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun