Aðeins tvær af eistnesku þríburunum skiluðu sér í mark | Gull til Kenýu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2016 16:15 Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu. Jemima Sumgong vann þar fyrsta gull Kenýubúa í markaþoni kvenna í sögu Ólympíuleikanna en Kenýa hafði áður unnið þrjú silfur og eitt brons í þessari grein. Sumgong sem er 31 árs og móðir er aðeins þriðja konan frá Kenýu sem vinnur gull á Ólympíuleikun en Pamela Jelimo vann gull í 800 metra hlaupi 2008 og Nancy Jebet Langat gull í 1500 metra hlaupi á sömu leikum. „Ég er mjög þakklát fyrir að vinna fyrsta gull Kenýu í Ríó. Það var heitt en við þurftum allar að komast í gegnum það. Ég var góða stjórn á líkamanum og hlustaði líka vel á hann," sagði Jemima Sumgong. Eunice Kirwa frá Barein fékk silfur og Mare Dibaba frá Eþíópíu fékk brons. Þrjár eistneskar systur vöktu líka mikla athygli í þessu hlaupi en þær Leila, Liina og Lily Luik eru eineggja þríburar og voru allar með í þessum úrslitahlaupi á Ólympíuleikunum. Þær náðu þó ekki allar að klára hlaupið. Lily varð fyrst af þeim en hún kom í mark í 97. sæti á 2:48:29 klukkutímum. Hún var 24:25 mínútum á eftur sigurvegaranum. Leila Luik varð í 114. sæti á 2:54:38 klukkutímum en Liina Luik náði ekki að klára og hætti skömmu áður en hún var hálfnuð. Það vakti enn meiri athygli á þátttöku eistnesku þríburanna í hlauðinu að þær þrjár voru í miklu stuði eftir hlaupið og skelltu í dans saman. Greinilega miklir stuðboltar þar á ferðinni. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira
Þrírburar tóku þátt í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu en maraþoninu fór fram í dag og lauk með sigri Jemimu Sumgong frá Kenýu. Jemima Sumgong vann þar fyrsta gull Kenýubúa í markaþoni kvenna í sögu Ólympíuleikanna en Kenýa hafði áður unnið þrjú silfur og eitt brons í þessari grein. Sumgong sem er 31 árs og móðir er aðeins þriðja konan frá Kenýu sem vinnur gull á Ólympíuleikun en Pamela Jelimo vann gull í 800 metra hlaupi 2008 og Nancy Jebet Langat gull í 1500 metra hlaupi á sömu leikum. „Ég er mjög þakklát fyrir að vinna fyrsta gull Kenýu í Ríó. Það var heitt en við þurftum allar að komast í gegnum það. Ég var góða stjórn á líkamanum og hlustaði líka vel á hann," sagði Jemima Sumgong. Eunice Kirwa frá Barein fékk silfur og Mare Dibaba frá Eþíópíu fékk brons. Þrjár eistneskar systur vöktu líka mikla athygli í þessu hlaupi en þær Leila, Liina og Lily Luik eru eineggja þríburar og voru allar með í þessum úrslitahlaupi á Ólympíuleikunum. Þær náðu þó ekki allar að klára hlaupið. Lily varð fyrst af þeim en hún kom í mark í 97. sæti á 2:48:29 klukkutímum. Hún var 24:25 mínútum á eftur sigurvegaranum. Leila Luik varð í 114. sæti á 2:54:38 klukkutímum en Liina Luik náði ekki að klára og hætti skömmu áður en hún var hálfnuð. Það vakti enn meiri athygli á þátttöku eistnesku þríburanna í hlauðinu að þær þrjár voru í miklu stuði eftir hlaupið og skelltu í dans saman. Greinilega miklir stuðboltar þar á ferðinni.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjá meira