Endurtekin mistök þorsteinn víglundsson skrifar 10. ágúst 2016 09:30 Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt efnahagslíf stendur í blóma um þessar mundir og hefur risið hratt úr öskustó hrunsins á flesta mælikvarða. Er það ekki síst fyrir tilstilli mikillar sóknar helstu útflutningsgreinanna. Hún skýrist meðal annars af hagstæðu gengi í kjölfar hrunsins, hækkandi afurðaverði sjávarafurða, lægra olíuverði, uppgangi ferðaþjónustu og nýsköpun í tækni- og hugverkaiðnaði og öðrum greinum. Þessu er nú stefnt í voða með mikilli styrkingu íslensku krónunnar. Á tímabilinu frá 2007 hafa útflutningstekjur þjóðarbúsins aukist úr 455 milljörðum í tæplega 1.200 milljarða á síðasta ári. Vissulega hafði fall krónunnar í upphafi áhrif en ef horft er á útflutningstekjur sem hlutfall af landsframleiðslu þá uxu þær úr 33% árið 2007 í 53% á síðasta ári. Þetta er helsta ástæða þess hversu vel hefur gengið í endurreisn íslensks efnahagslífs.Gengi krónunnar hefur styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfyrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fyrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fyrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fyrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fyrri reynslu.Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fyrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við útlönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fyrri þenslutímabilum.Nú er safnað gjaldeyrisforða á móti skammtímainnflæði fjármagns en það var ekki gert á síðasta þensluskeiði. Það er ekki að kostnaðarlausu, allur varaforði kostar peninga. Viðbrögð Seðlabankans voru að setja á höft til að takmarka innflæði skammtímafjármagns, en það er engin lausn. Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 – 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins. Enn á ný virðist Seðlabankinn ætla að fórna hagsmunum útflutningsfyrirtækjanna til að ná fram markmiðum meingallaðrar peningastefnu. Það er löngu tímabært að peningastefnan verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun