Fluglest, flugvellir, sjúkrahús og stóra myndin Guðjón Sigurbjartsson skrifar 10. ágúst 2016 06:00 Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Skoðum nokkur stór samgöngutengd mál á suðvesturhorninu í samhengi og horfum til framtíðar.Fluglestin kemur Innan fimm ára verður fluglest KEF-REY hagkvæm í einkaframkvæmd án ríkisábyrgðar, jafnvel þó hægist á fjölgun ferðamanna úr um 30% á ári niður í 5-10%. Ferðatíminn verður aðeins 15 mínútur. Almenn fargjöld verða um 3.900 kr. en um 1.000 kr. fyrir þá sem nota lestina oft. Þetta sameinar svæðin í raun atvinnu- og búsetulega. Samfélagslegur ábati af fluglestinni er metinn 40-60 milljarðar króna. Fluglestin opnar möguleika á færslu miðstöðvar innanlandsflugsins frá Reykjavík til Keflavíkur. Áformuð er ein stoppistöð sunnarlega á höfuðborgarsvæðinu. Svæðið kringum hana mun draga að starfsemi sem þarf góðar samgöngutengingar við flugið í Keflavík og miðbæinn. Velja þarf stað fyrir stoppistöðina faglega. Meðal annars þarf að hafa í huga nýja Landspítalann. Trúlega eru Vífilsstaðir góður staður fyrir hvort tveggja.Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Ef miðstöð innanlandsflugsins fer til Keflavíkur og Reykjavíkurflugvöllur verður aflagður, þarf nýjan varaflugvöll fyrir alþjóðaflugið á Suðvesturlandi vegna kostnaðar sem annars hlýst af kröfu um aukna flugdrægni til að ná megi til varaflugvalla á Austur- eða Norðurlandi ef eitthvað bjátar á í Keflavík. Hagfræðistofnun HÍ lagði árið 2015 mat á samanlagðan ábata af því að sameina miðstöð alþjóða- og innanlandsflugsins í Hvassahrauni og að byggja upp í Vatnsmýrinni um 82-123 milljarða króna. En frá öryggissjónarmiði er óheppilegt að hafa bæði aðal- og varaalþjóðaflugvöll á sama nesinu, sömu megin við höfuðborgarsvæðið vegna hugsanlegra hamfara á Reykjanesi og umferðarvandamála. Ef eitthvað bjátar á í Keflavík er hætt við að það gildi einnig um Hvassahraun og öfugt. Byggðin í Hafnarfirði mun þróast suður með sjó í áttina að Vogum á Vatnsleysuströnd. Flugvöllur í Hvassahrauni myndi skera þá byggð í sundur. Með ofangreint í huga og stóraukinn ferðamannafjölda á næstu áratugum er betra að byggja nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi í nágrenni Selfoss eða Hellu. Varaflugvöllur þar myndi taka nokkurn hluta af flugumferðinni að og frá landinu og nokkru innanlandsflugi líka. Í nágrenni flugvalla vex ýmis tengd starfsemi og ferðaþjónusta. Starfsemin er heppileg og yrði kærkomin fyrir Suðurland. Þegar Reykjavíkurflugvöllur leggst af verður byggt í Vatnsmýrinni sem er mjög hagkvæmt og bætir borgina verulega.Betri staðsetning nýs Landspítala Samtök um Betri spítala á betri stað hafa sýnt fram á að betra, fljótlegra og hagkvæmara er að nýi Landspítalinn rísi á opnu aðgengilegu svæði, nálægt framtíðarþungamiðju byggðar á höfuðborgarsvæðinu í stað Hringbrautar sem ekki hentar lengur. Arðsemi bestu staðsetningar er á bilinu 50-100 milljarðar króna umfram Hringbraut. Samtökin vilja að gerð verði fagleg staðarvalsgreining til að finna besta staðinn fyrir spítalann. Nokkuð ljóst er að sá staður finnst í nágrenni við stofnbrautina frá vogum Elliðaánna að Vífilsstöðum. Vífilsstaðir hafa marga kosti fyrir spítalann þó þeir séu nokkuð sunnarlega miðað við núverandi höfuðborgarsvæði, en eftir því sem byggðin þróast suður með sjó verður staðurinn betri fyrir spítalann. Ef svo stoppistöð fluglestarinnar verður einnig á Vífilsstöðum verður staðsetningin þar enn betri, því ferðatími lestarinnar Vífilsstaðir-Keflavík og Vífilsstaðir-Reykjavík miðbær verður aðeins nokkrar mínútur.Framtíðin og stóra myndin Samanlagður ábati af ofangreindu er á bilinu 200 til 300 milljarðar króna og gæði þessara mikilvægu innviða samfélagsins aukast til muna. Alþingi ætti að koma upp „framtíðarstofnun“ til að horfa á stóru myndina til framtíðar og móta framtíðarstefnu þjóðarinnar í helstu málum. Samráðsvettvangur um aukna hagsæld var gott framtak í þessa veru en starfið þarf að vera öflugra og áhrifameira með hag almennings að leiðarljósi. Heimildir: http://fluglestin.is/ https://hhi.hi.is/sites/hhi.hi.is/files/sjz/fylgiskjal-13-greining-hagfraedistofnunar_0.pdfhttps://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur https://betrispitali.is/
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun