Loforð Bjarna Svandís Svavarsdóttir skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það dró til nokkurra tíðinda í þingsal á fimmtudaginn var þegar Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sat hjá við afgreiðslu fjármálastefnu til framtíðar sem er eitt af grunnplöggum ríkisstjórnarinnar. Þetta voru bæði pólitísk tíðindi og snúin fyrir ríkisstjórnina og ekki síst fyrir fjármálaráðherra sem er í nokkrum vanda frammi fyrir þessari stöðu vegna þess að félags- og húsnæðismálaráðherra rökstuddi sitt mál með því að ekki væri hugað nægilega vel að lífeyrisþegum og barnafjölskyldum inn í framtíðina. Félagsmálaráðherra ríkisstjórnarinnar staðfesti sum sé að ríkisstjórnin, sem hún situr í, horfi ekki til þessara hópa þegar við fáum loksins tækifæri til að gera langtímaáætlun. Þetta er ekki síður neyðarlegt fyrir fjármálaráðherra, Bjarna Benediktsson, sem skrifaði sjálfur bréf fyrir kosningarnar 2013 til eldri borgara þar sem hann listar upp það sem Sjálfstæðisflokkurinn muni gera nái flokkurinn völdum. Inntur eftir svörum á þinginu um hvort hann hafi haldið loforðin til eldri borgara, segir Bjarni svo vera. Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hann hafi staðið við loforðin sín. Að auknu svigrúmi í ríkisfjármálum hafi verið ráðstafað til að bæta hag eldri borgara. Samt telur félagsmálaráðherra þessum málum svo illa fyrir komið að hún getur ekki stutt við ríkisfjármálaáætlun Bjarna. Þetta orkar allt saman tvímælis, svo ekki sé meira sagt. Hvar er svigrúmið sem fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er sannfærður um að hafi verið notað í þágu elli- og örorkulífeyrisþega? Í stað þess að nýta svigrúm í ríkisfjármálum til samfélagslegrar uppbyggingar valdi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að nýta það til að lækka skatta og gjöld á auðugustu hópa samfélagsins. Hún afnam t.a.m. sérstakt veiðigjald, lét auðlegðarskattinn falla niður og lækkaði tekjuskatt á tekjuhærri hópa. Við fjárlagagerðina í desember sl. var einstakt tækifæri til að skapa þverpólitíska sátt um raunverulegar kjarabætur fyrir þennan samfélagshóp. Það var verulegur samhljómur með þeim áherslum úti um allt samfélag. En Bjarni Benediktsson lagðist gegn því við afgreiðslu fjárlaganna að aldraðir fengju kjarabætur strax fyrir jól eins og aðrar stéttir. Hvenær telur fjármálaráðherra vera rétta tækifærið til þess að gera betur við þennan hóp fólks? Ætlar hann að útskýra það í bréfi fyrir kosningar?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun