Vonbrigði með fjögurra ára samgönguáætlun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2016 20:30 Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur lýst yfir vonbrigðum með fjögurra ára samgönguáætlun sem nú liggur til umsagnar. Formaður nefndarinnar segir að að ekki sé hægt að lenda flugvél á suðvesturhorni landsins í stífri suðvestanátt eftir að neyðarbrautinni á Reykjavíkurflugvelli var lokað. Flugvellirnir á Egilsstöðum og Akureyri gegna þýðingamiklu hlutverki sem varaflugvellir og með sívaxandi umsvifum á Keflavíkurflugvelli þarf að huga betur að getu þeirra til að sinna hlutverki sem slíkir en þar er einungis pláss fyrir fjórar farþegaþotur á hvorum velli. Brýnt sé að stækka flughlöðin þessum flugvöllum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast. „Við höfum búið við langvarandi niðurskurð á flugmálaáætlun og ástandið orðið óviðunandi. Verkefnalistinn liggur fyrir hjá Isavia þar sem menn hafa af mikilli fyrirhyggjusemi kortlagt til næstu 15 ára viðhald flugvallanna,“ Ingvar Tryggvason, formaður Öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Og það eru margvísleg verkefni sem bíða. „Það má nefna aðflugsbúnað á flugvellinum á Húsavík og sömuleiðis er orðið mjög aðkallandi að stækka flugvélastæðin bæði á Akureyri og á Egilsstöðum og við áttum raunar nýverið fund með fulltrúum Innanríkisráðuneytisins og þar er ríkur skilningur á stöðunni en það hefur strandað á fjárveitingarvaldinu,” segir Ingvar. Innanríkisráðuneytið veitti Isavia 50 milljón króna framlag síðasta vor svo hægt væri að flytja efni úr Vaðlaheiðargöngum á Akureyrarflugvöll til stækkunar flughlaðsins, en ríkið hefur ekki tryggt fjármagn til að Ijúka þeim framkvæmdunum. Þá gagnýnir félagið einnig þá stöðu sem er kominn upp eftir neyðarbrautinni á Reykjavíkuflugvelli var lokað eftir dóm Hæstaréttar. Var það skilningur félagsins að neyðarbrautinni yrði ekki lokað nema að braut með sömu stefnu á Keflavíkurflugvelli yrði opnuð. „Það hefur alltaf legið fyrir að ef til þess kæmi að braut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli yrði lokað þá yrði það ekki gert nema það væri búið að opna braut á Keflavíkurflugvelli sem hefur sömu stefnu og hefur staðið lokuð í hartnær 20 ár,“ segir Ingvar. Ingvar segir að þar sem uppbygging varaflugvalla á landinu hafi ekki verið í takt við þá fjölgun sem hefur orðið í flugi gætu flugrekendur þurft að bera þann kostnað á eldsneyti til þess að nota flugvelli í Skotlandi sem varaflugvelli. Ingvar segir jafnframt að með loknun neyðarbrautarinnar í Reykjavík sé ekkert sem hafi tekið við. „Það liggur fyrir að í Keflavík eru hvössustu vindhviðurnar suðaustan- og suðvestanáttir. Við þekkjm þetta bara á eigin skinni hvernig suðvertanáttin getur verið. Staðan er sú núna á suðvesturlandi að það er ekki hægt að lenda flugvél á suðvesturlandi í stífri suðvestanátt,“ segir Ingvar
Fréttir af flugi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira