Innlent

Þorsteinn að hætta á þingi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, mun hætta á Alþingi eftir komandi kosningar í haust. Hann hafði boðið sig fram til að leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Karl Garðarsson tók hins vegar fyrsta sætið á kjördæmaþingi Framsóknarflokksins.

Karl fékk 57 prósent atkvæða en Þorsteinn 43 prósent.

Í samtali við mbl.is segir Þorsteinn að hann hafi ekki boðið sig fram í annað sætið og því muni hann ekki taka sæti á listanum. Þorsteinn segist ekki viss um hvað taki næst við. Hann hafi tækplega sextíu ára reynslu af því að vera ekki á þingi og kunni vel við að vera ekki þar.



Reykjavík suður

  1. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ráðherra
  2. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og varaborgarfulltrúi
  3. Alex Björn B. Stefánsson, nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands
  4. Björn Ívar Björnsson, háskólanemi
  5. Gissur Guðmundsson, matreiðslumeistari
     
Reykjavík norður
  1. Karl Garðarsson, alþingismaður
  2. Lárus Sigurður Lárusson, Hdl
  3. Sævar Þór Jónsson, Hdl
  4. Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður ráðherra
  5. Gunnar Kristinn Þórðarson, stjórnsýslufræðingur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×